Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 15:00 Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott. Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott.
Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira