Óvenju mikil drulla og ryk í Hvalfjarðargöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 19:30 Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira