Óvænt afsögn forseta Alþjóðabankans Heimsljós kynnir 8. janúar 2019 09:15 Jim Young Kim. Alþjóðabankinn Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans hefur sagt upp störfum. Hann kom stjórnarmönnum og starfsmönnum bankans verulega á óvart í gær þegar hann kallaði saman til fundar og tilkynnti afsögn sína, þremur árum áður en ráðningatímabili hans lýkur. Jim hyggst láta af störfum í lok þessa mánaðar og hefja störf hjá fjárfestingafyrirtæki. Hver tekur við starfi forseta Alþjóðabankans 1. febrúar er enn á huldu en taki ráðningarferlið lengri tíma mun Kristalina Georgieva stjórnarformaður bankans hlaupa í skarðið. Leit að eftirmanni er þegar hafin. Jim Young Kim var fyrst kjörinn forseti Alþjóðabankans árið 2012 til fimm ára. Árið 2017 hófst annað fimm ára ráðningartímabil sem hefði átt að ljúka árið í árslok 2021. „Það hefur verið mér mikil heiður að þjóna þessari merkilegu stofnun sem forseti hennar, stofnun sem er full af ástríðufullum einstaklingum reiðubúnum að einhenda sér í það verkefni að binda endi á fátækt á okkar æviskeiði,“ sagði Kim í yfirlýsingu í gær. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent
Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans hefur sagt upp störfum. Hann kom stjórnarmönnum og starfsmönnum bankans verulega á óvart í gær þegar hann kallaði saman til fundar og tilkynnti afsögn sína, þremur árum áður en ráðningatímabili hans lýkur. Jim hyggst láta af störfum í lok þessa mánaðar og hefja störf hjá fjárfestingafyrirtæki. Hver tekur við starfi forseta Alþjóðabankans 1. febrúar er enn á huldu en taki ráðningarferlið lengri tíma mun Kristalina Georgieva stjórnarformaður bankans hlaupa í skarðið. Leit að eftirmanni er þegar hafin. Jim Young Kim var fyrst kjörinn forseti Alþjóðabankans árið 2012 til fimm ára. Árið 2017 hófst annað fimm ára ráðningartímabil sem hefði átt að ljúka árið í árslok 2021. „Það hefur verið mér mikil heiður að þjóna þessari merkilegu stofnun sem forseti hennar, stofnun sem er full af ástríðufullum einstaklingum reiðubúnum að einhenda sér í það verkefni að binda endi á fátækt á okkar æviskeiði,“ sagði Kim í yfirlýsingu í gær. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent