Kanna áhuga á alþjóðaflugvelli í Árborg Andri Eysteinsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 5. janúar 2019 20:31 Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg. Fundurinn með landeigendum verður þriðjudaginn 8. janúar en á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum en þá er verið að tala um lönd í Stokkseyrarmýri og Brautartungu. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það er fjöldi aðila, bæði í ferðaþjónustu og annars staðar sem hefur mikinn áhuga fyrir að skoða þetta til þrautar, hvort að hér gæti verið alþjóðaflugvöllur. Þetta yrði væntanlega ein flugbraut en við vitum auðvitað að ferðamenn sem koma til Íslands eru gríðarlega mikið að sækjast eftir því sem má finna hérna á suðurlandinu. Það væri ekki úr vegi þó þeir lentu hér og hefðu hér miðstöð. Auk þess gæti þetta hugsanlega spilað saman við vaxandi höfn í Þorlákshöfn þar sem er mikill innflutningur sem mun bara aukast á næstu árum,“ sagði Gísli Halldór. Það var flugvöllur í Kaldaðarnesi, rétt hjá núverandi hugmynd um alþjóðaflugvöll í síðari heimsstyrjöldinni með herstöð og stórum flugvelli. En err hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Flóanum raunhæfar? „Já ég myndi segja að allavega með tilliti til veðurfarsaðstæðna þá held ég að þær séu mjög góðar. Með tilliti til staðsetningar flugvallarins tel ég að þetta sé mjög jákvætt. Þetta mun létta mjög á álag á Keflavíkurflugvöll ef af verður,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg. Árborg Fréttir af flugi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg. Fundurinn með landeigendum verður þriðjudaginn 8. janúar en á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum en þá er verið að tala um lönd í Stokkseyrarmýri og Brautartungu. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það er fjöldi aðila, bæði í ferðaþjónustu og annars staðar sem hefur mikinn áhuga fyrir að skoða þetta til þrautar, hvort að hér gæti verið alþjóðaflugvöllur. Þetta yrði væntanlega ein flugbraut en við vitum auðvitað að ferðamenn sem koma til Íslands eru gríðarlega mikið að sækjast eftir því sem má finna hérna á suðurlandinu. Það væri ekki úr vegi þó þeir lentu hér og hefðu hér miðstöð. Auk þess gæti þetta hugsanlega spilað saman við vaxandi höfn í Þorlákshöfn þar sem er mikill innflutningur sem mun bara aukast á næstu árum,“ sagði Gísli Halldór. Það var flugvöllur í Kaldaðarnesi, rétt hjá núverandi hugmynd um alþjóðaflugvöll í síðari heimsstyrjöldinni með herstöð og stórum flugvelli. En err hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Flóanum raunhæfar? „Já ég myndi segja að allavega með tilliti til veðurfarsaðstæðna þá held ég að þær séu mjög góðar. Með tilliti til staðsetningar flugvallarins tel ég að þetta sé mjög jákvætt. Þetta mun létta mjög á álag á Keflavíkurflugvöll ef af verður,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg.
Árborg Fréttir af flugi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira