Þrettán ríkisborgarar Kanada handteknir í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2019 12:15 Meng Wanzhou yfirgefur heimili sitt í Vancouver. Getty/Bloomberg Yfirvöld Kanada segja að minnst þrettán borgarar ríkisins hafi verið handteknir í Kína síðan Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var handtekin í Kanada að beiðni Bandaríkjanna. Meng var handtekin þann 1. desember og berst hún nú gegn því að vera framseld til Bandaríkjanna þar sem talið er að hún sé grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel fjársvik. Meng, sem gengur laus gegn tryggingu, heldur til í annari af tveimur íbúðum sem hún á í Vancouver. Af þeim þrettán Kanadamönnum sem hafa verið handteknir í Kína er búið að sleppa minnst átta, samkvæmt Reuters, sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Kanada. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhverjir hafi verið ákærðir og þá fyrir hvað.Fyrir yfirlýsinguna var einungis búið að opinbera handtökur þriggja Kanadamanna í Kína. Þeir Michael Kovrig og Michael Spavor sitja nú í fangelsi í Kína. Ríkisstjórn Kanada hefur sagt að engin tengsl séu á milli handtakanna í Kína og handtöku Meng. Erindrekar, fyrrverandi erindrekar og sérfræðingar eru þó ekki sannfærðir og óttast að um hefndaraðgerðir sé að ræða. Yfirvöld Kína hafa sömuleiðis ekki beintengt handtökurnar við handtöku Meng. Kínverjar hafa þó krafist þess að henni verði sleppt úr haldi og hafa hótað ótilgreindum afleiðingum, verði það ekki gert. Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. 13. desember 2018 08:46 Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn. 19. desember 2018 17:37 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Yfirvöld Kanada segja að minnst þrettán borgarar ríkisins hafi verið handteknir í Kína síðan Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var handtekin í Kanada að beiðni Bandaríkjanna. Meng var handtekin þann 1. desember og berst hún nú gegn því að vera framseld til Bandaríkjanna þar sem talið er að hún sé grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel fjársvik. Meng, sem gengur laus gegn tryggingu, heldur til í annari af tveimur íbúðum sem hún á í Vancouver. Af þeim þrettán Kanadamönnum sem hafa verið handteknir í Kína er búið að sleppa minnst átta, samkvæmt Reuters, sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Kanada. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhverjir hafi verið ákærðir og þá fyrir hvað.Fyrir yfirlýsinguna var einungis búið að opinbera handtökur þriggja Kanadamanna í Kína. Þeir Michael Kovrig og Michael Spavor sitja nú í fangelsi í Kína. Ríkisstjórn Kanada hefur sagt að engin tengsl séu á milli handtakanna í Kína og handtöku Meng. Erindrekar, fyrrverandi erindrekar og sérfræðingar eru þó ekki sannfærðir og óttast að um hefndaraðgerðir sé að ræða. Yfirvöld Kína hafa sömuleiðis ekki beintengt handtökurnar við handtöku Meng. Kínverjar hafa þó krafist þess að henni verði sleppt úr haldi og hafa hótað ótilgreindum afleiðingum, verði það ekki gert.
Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. 13. desember 2018 08:46 Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn. 19. desember 2018 17:37 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. 13. desember 2018 08:46
Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00
Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00
Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00
Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn. 19. desember 2018 17:37