Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 18. janúar 2019 17:45 Silvio Heinevetter, markvörður Þýskalands, var léttur og spjallaði við Einar Örn Jónsson á RÚV. vísir/tom Þýska landsliðið í handbolta æfði í Lanxess-höllinni í Köln klukkan 17.00 að staðartíma í kvöld en gríðarlegur áhugi er á liðinu fyrir milliriðilinn hér í borg enda gestgjafarnir hefja leik í honum gegn strákunum okkar annað kvöld. Aragrúi fjölmiðlamanna er mættur á svæðið og var þeim öllum haldið fyrir utan keppnissalinn í Köln eftir slysið sem gerðist á æfingu spænska liðsins. Það æfði á undan Þjóðverjunum og meiddist markvörður Spánar þegar að auglýsingaskilti féllu á hann. Fjölmiðlahópurinn stóð allur fyrir utan stórar dyr og mátti ekki fara inn áður en þýska liðið væri komið inn á gólf en leikmenn Þýskalands þurftu að ganga í gegnum fjölmiðlaskarann og fór næstum illa þegar að einn þýskur rakst í myndavél sem lá á gólfinu. Hann hrasaði en ekkert meir kom fyrir. Þýska liðið hitaði upp í fótbolta og er svo sannarlega vonandi að leikmenn heimamanna séu jafngóðir í fótbolta og þeir eru í handbolta því þá þurfa íslensku strákarnir ekkert að óttast. Ljóst er að enginn mun eiga feril í fótboltanum eftir að handboltanum lýkur. Búið er svo að raða upp þýskum fánum á hvert einasta sæti í höllinni fyrir morgundaginn en Þjóðverjar eiga næstum alla 20.000 miðana sem í boði eru á leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni hjá þeim þýsku.Allar sjónvarpsstöðvar Þýskalands eru mættar.vísir/tomUwe Gensheimer fær sér vatn.vísir/tomHendrik Pekeler á æfingunni í kvöld.vísir/tomÞýska liðið hitaði upp í fótbolta og gat ekkert.vísir/tom HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Íslenska landsliðið það langyngsta í milliriðlinum en Danir reka lestina á tveimur listum Tólf landslið eru komin áfram í milliriðil á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku og eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitlinum. 18. janúar 2019 14:00 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu. 18. janúar 2019 14:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Þýska landsliðið í handbolta æfði í Lanxess-höllinni í Köln klukkan 17.00 að staðartíma í kvöld en gríðarlegur áhugi er á liðinu fyrir milliriðilinn hér í borg enda gestgjafarnir hefja leik í honum gegn strákunum okkar annað kvöld. Aragrúi fjölmiðlamanna er mættur á svæðið og var þeim öllum haldið fyrir utan keppnissalinn í Köln eftir slysið sem gerðist á æfingu spænska liðsins. Það æfði á undan Þjóðverjunum og meiddist markvörður Spánar þegar að auglýsingaskilti féllu á hann. Fjölmiðlahópurinn stóð allur fyrir utan stórar dyr og mátti ekki fara inn áður en þýska liðið væri komið inn á gólf en leikmenn Þýskalands þurftu að ganga í gegnum fjölmiðlaskarann og fór næstum illa þegar að einn þýskur rakst í myndavél sem lá á gólfinu. Hann hrasaði en ekkert meir kom fyrir. Þýska liðið hitaði upp í fótbolta og er svo sannarlega vonandi að leikmenn heimamanna séu jafngóðir í fótbolta og þeir eru í handbolta því þá þurfa íslensku strákarnir ekkert að óttast. Ljóst er að enginn mun eiga feril í fótboltanum eftir að handboltanum lýkur. Búið er svo að raða upp þýskum fánum á hvert einasta sæti í höllinni fyrir morgundaginn en Þjóðverjar eiga næstum alla 20.000 miðana sem í boði eru á leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni hjá þeim þýsku.Allar sjónvarpsstöðvar Þýskalands eru mættar.vísir/tomUwe Gensheimer fær sér vatn.vísir/tomHendrik Pekeler á æfingunni í kvöld.vísir/tomÞýska liðið hitaði upp í fótbolta og gat ekkert.vísir/tom
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Íslenska landsliðið það langyngsta í milliriðlinum en Danir reka lestina á tveimur listum Tólf landslið eru komin áfram í milliriðil á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku og eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitlinum. 18. janúar 2019 14:00 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu. 18. janúar 2019 14:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30
Íslenska landsliðið það langyngsta í milliriðlinum en Danir reka lestina á tveimur listum Tólf landslið eru komin áfram í milliriðil á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku og eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitlinum. 18. janúar 2019 14:00
Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14
Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19
Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu. 18. janúar 2019 14:30