Danir missa einn besta línu- og varnarmann heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 12:30 René Toft Hansen fór sárþjáður af velli í gær. Getty/Jan Christensen Danska handboltalandsliðið tryggði sér í gær inn í milliriðil með fullu húsi stiga eftir sigur á Norðmönnum en danska liðið varð líka fyrir áfalli í leiknum. Hinn öflugi René Toft Hansen meiddist nefnilega í leiknum á móti Norðmönnum og nú er komið í ljós að þessi frábæri leikmaður verður ekki meira með á HM í ár. René Toft náði aðeins að spila í tæpar tíu mínútur í leiknum og skoraði úr eina skotinu sínu.Dårlige nyheder på en festdag i Boxen: 'Det ser ikke godt ud med René Toft Hansen' https://t.co/ecLydCNkq7pic.twitter.com/PJpPhLSit2 — DR Sporten (@DRSporten) January 18, 2019René Toft Hansen er einn besti línu- og varnarmaður heims en hann meiddist á nára í leiknum. Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, staðfesti í dag að meiðslin séu það alvarleg að hann verði ekki meira með á heimsmeistaramótinu. „Rene hefur verið mjög góður í leikjum okkar á HM til þessa. Hann hefur ásamt Henrik Møllgaard verið hornsteinninn í varnarleiknum okkar og það er mjög pirrandi að missa hann,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Jacobsen hefur ekki enn ákveðið hvort að hann kalli á Henrik Toft Hansen inn í hópinn en yngri bróðir René Toft er að koma til baka eftir meiðsli. Henrik Toft spilar með Paris Saint-Germain og er tveimur árum yngri en René Toft.René Toft Hansen er ude af VM med en skade https://t.co/RkETCucgQ3pic.twitter.com/2P1KBJdUWj — JP Sport (@sportenJP) January 18, 2019René Toft Hansen spilaði með Kiel í sex ár en er núna leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. René Toft Hansen var með Dönum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar í Ríó 2016 og þegar þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Hann var í úrvalsliðinu á EM 2012. René Toft hefur einnig unnið tvö HM-silfur (2011 og 2013) sem og eitt EM-silfur (2014). HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
Danska handboltalandsliðið tryggði sér í gær inn í milliriðil með fullu húsi stiga eftir sigur á Norðmönnum en danska liðið varð líka fyrir áfalli í leiknum. Hinn öflugi René Toft Hansen meiddist nefnilega í leiknum á móti Norðmönnum og nú er komið í ljós að þessi frábæri leikmaður verður ekki meira með á HM í ár. René Toft náði aðeins að spila í tæpar tíu mínútur í leiknum og skoraði úr eina skotinu sínu.Dårlige nyheder på en festdag i Boxen: 'Det ser ikke godt ud med René Toft Hansen' https://t.co/ecLydCNkq7pic.twitter.com/PJpPhLSit2 — DR Sporten (@DRSporten) January 18, 2019René Toft Hansen er einn besti línu- og varnarmaður heims en hann meiddist á nára í leiknum. Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, staðfesti í dag að meiðslin séu það alvarleg að hann verði ekki meira með á heimsmeistaramótinu. „Rene hefur verið mjög góður í leikjum okkar á HM til þessa. Hann hefur ásamt Henrik Møllgaard verið hornsteinninn í varnarleiknum okkar og það er mjög pirrandi að missa hann,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Jacobsen hefur ekki enn ákveðið hvort að hann kalli á Henrik Toft Hansen inn í hópinn en yngri bróðir René Toft er að koma til baka eftir meiðsli. Henrik Toft spilar með Paris Saint-Germain og er tveimur árum yngri en René Toft.René Toft Hansen er ude af VM med en skade https://t.co/RkETCucgQ3pic.twitter.com/2P1KBJdUWj — JP Sport (@sportenJP) January 18, 2019René Toft Hansen spilaði með Kiel í sex ár en er núna leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. René Toft Hansen var með Dönum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar í Ríó 2016 og þegar þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Hann var í úrvalsliðinu á EM 2012. René Toft hefur einnig unnið tvö HM-silfur (2011 og 2013) sem og eitt EM-silfur (2014).
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira