Dómari í Los Angeles er á því að færsla sem Martin setti í „story“ á Instagram dugi til þess að rétta yfir honum.
Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er hún af haglabyssu og menn sem gerðu Martin lífið leitt merktir inn á hana sem og framhaldsskóli Martin.
Former Dolphins OL Jonathan Martin with some seriously disturbing stuff on his IG story... pic.twitter.com/NaJ8a0BXze
— Nick Brown (@NickyBeaster) February 23, 2018
Incognito hefur alltaf þóst vera rosa harður en hann flúði til FBI er hann sá þetta á Instagram. Hann tók pabba sinn, bróður og hundinn sinn inn í bíl og keyrði í tvo tíma þar sem FBI tók á móti honum í öryggishúsi.
Martin var aftur á móti handtekinn. Gamla skólanum hans var lokað af ótta við að Martin væri á leið þangað.
Mál Martin verður tekið fyrir þann 30. janúar.