„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 18:10 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. Vísir/vilhelm Frumvarp um breytingu á klukkunni verður ekki afgreitt á þessu vorþingi því stjórnvöld hyggjast gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa málið til hlítar. Íslendingar láta sig málið talsvert varða því fjöldi umsagna í samráðsgátt stjórnarráðsins eru nú 1092 talsins sem er metfjöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá stöðu málsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín segir að afar skiptar skoðanir séu á meðal Íslendinga um hugsanlega breytingu á klukkunni. Málið verður í umsagnarferli í tvo mánuði og er ætlunin að yfirvega umsagnirnar og gera tillögu um framhald málsins þegar líður fram á vor og sumar að sögn Katrínar. Hún segir að málið sé þess eðlis að mikilvægt hafi verið að hafa landsmenn með í ráðum. „Við gáfum þessu rúman tíma. Málið er bara búið að vera viku í umsagnarferli og þessar þúsund umsagnir sem hafa borist á þeim tíma – sem segir mér nú það sem mér finnst best við Íslendinga – að þeir láta ekki á sér standa þegar maður kallar eftir sjónarmiðum. Þá mætir fólk og lætur í sér heyra.“ Landsmenn hafa úr þremur kostum að ráða: 1. Óbreytt staða, klukkan áfram 1 klst. Fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. 2. Klukkunni seinkað um 1 klst. Frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 verður kl. 10 eftir breytingu). 3. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Innt eftir sinni skoðun á málinu segist Katrín enn liggja undir feldi þrátt fyrir að hún hafi hingað til, að eigin sögn, verið tiltölulega íhaldsöm þegar málið hefur verið til umræðu í þinginu. „En auðvitað hlýt ég að horfa til þess þegar við erum að sjá fleiri og fleiri vísindamenn stíga fram og ræða þessi sjónar mið sem tengjast morgunbirtunni,“ segir Katrín og tekur mið af lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum og bætir við að taka þurfti tillit til líkamsklukkunar og svefnrannsókna.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Frumvarp um breytingu á klukkunni verður ekki afgreitt á þessu vorþingi því stjórnvöld hyggjast gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa málið til hlítar. Íslendingar láta sig málið talsvert varða því fjöldi umsagna í samráðsgátt stjórnarráðsins eru nú 1092 talsins sem er metfjöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá stöðu málsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín segir að afar skiptar skoðanir séu á meðal Íslendinga um hugsanlega breytingu á klukkunni. Málið verður í umsagnarferli í tvo mánuði og er ætlunin að yfirvega umsagnirnar og gera tillögu um framhald málsins þegar líður fram á vor og sumar að sögn Katrínar. Hún segir að málið sé þess eðlis að mikilvægt hafi verið að hafa landsmenn með í ráðum. „Við gáfum þessu rúman tíma. Málið er bara búið að vera viku í umsagnarferli og þessar þúsund umsagnir sem hafa borist á þeim tíma – sem segir mér nú það sem mér finnst best við Íslendinga – að þeir láta ekki á sér standa þegar maður kallar eftir sjónarmiðum. Þá mætir fólk og lætur í sér heyra.“ Landsmenn hafa úr þremur kostum að ráða: 1. Óbreytt staða, klukkan áfram 1 klst. Fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. 2. Klukkunni seinkað um 1 klst. Frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 verður kl. 10 eftir breytingu). 3. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Innt eftir sinni skoðun á málinu segist Katrín enn liggja undir feldi þrátt fyrir að hún hafi hingað til, að eigin sögn, verið tiltölulega íhaldsöm þegar málið hefur verið til umræðu í þinginu. „En auðvitað hlýt ég að horfa til þess þegar við erum að sjá fleiri og fleiri vísindamenn stíga fram og ræða þessi sjónar mið sem tengjast morgunbirtunni,“ segir Katrín og tekur mið af lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum og bætir við að taka þurfti tillit til líkamsklukkunar og svefnrannsókna.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52
Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15
Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15