Lifði af árásina á Tvíburaturnina en myrtur af hryðjuverkamönnum í Kenía Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 20:37 Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Vísir/AP Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að Spindler var staddur í Tvíburaturnunum í september 2001, þegar hryðjuverkamenn al-Qaeda flugu farþegaþotum á turnana. Spindler starfaði á árum áður sem fjárfestir eftir að hann útskrifaðist úr háskóla árið 2000. Seinna breytti hann um stefnu og varð lögmaður og starfaði hann mikið erlendis við sjálfboðastörf. Í samtali við Washington Post segir meðleigjandi Spindler að þegar árásin var gerð árið 2001 hafi Spindler hjálpað fólki við að komast út úr byggingunum í stað þess að hlaupa í skjól. „Þegar við heyrum skothríð, hlaupa margir í burtu. Hann fyrstu viðbrögð voru öfug. Hann hljóp beint að skothríðinni,“ segir meðleigjandinn Kevin Yu. Yu segir enn fremur að árásin á Tvíburaturnana hafi breytt viðhorfi Spindler á lífið. Hann hafi sífellt verið að leita leiða til að gefa eitthvað af sér. „Ég er handviss um að þegar hann heyrði sprengingarnar fyrir utan hótelið reyndi hann að stökkva til og hjálpa,“ segir Yu. Árásin hófst um hádegisbil að íslenskum tíma í gær þegar minnst fjórir vígamenn hentu handsprengjum að farartækjum fyrir utan hótelið áður en þeir ruddust þar inn, þar sem einn þeirra sprengdi sig í loft upp. Al-Shabab, sem tengjast al-Qaeds, segir árásina vera hefndaraðgerð vegna ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael til Jerúsalem. Afríka Bandaríkin Kenía Tengdar fréttir Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56 Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær. 16. janúar 2019 08:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að Spindler var staddur í Tvíburaturnunum í september 2001, þegar hryðjuverkamenn al-Qaeda flugu farþegaþotum á turnana. Spindler starfaði á árum áður sem fjárfestir eftir að hann útskrifaðist úr háskóla árið 2000. Seinna breytti hann um stefnu og varð lögmaður og starfaði hann mikið erlendis við sjálfboðastörf. Í samtali við Washington Post segir meðleigjandi Spindler að þegar árásin var gerð árið 2001 hafi Spindler hjálpað fólki við að komast út úr byggingunum í stað þess að hlaupa í skjól. „Þegar við heyrum skothríð, hlaupa margir í burtu. Hann fyrstu viðbrögð voru öfug. Hann hljóp beint að skothríðinni,“ segir meðleigjandinn Kevin Yu. Yu segir enn fremur að árásin á Tvíburaturnana hafi breytt viðhorfi Spindler á lífið. Hann hafi sífellt verið að leita leiða til að gefa eitthvað af sér. „Ég er handviss um að þegar hann heyrði sprengingarnar fyrir utan hótelið reyndi hann að stökkva til og hjálpa,“ segir Yu. Árásin hófst um hádegisbil að íslenskum tíma í gær þegar minnst fjórir vígamenn hentu handsprengjum að farartækjum fyrir utan hótelið áður en þeir ruddust þar inn, þar sem einn þeirra sprengdi sig í loft upp. Al-Shabab, sem tengjast al-Qaeds, segir árásina vera hefndaraðgerð vegna ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael til Jerúsalem.
Afríka Bandaríkin Kenía Tengdar fréttir Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56 Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær. 16. janúar 2019 08:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56
Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær. 16. janúar 2019 08:31