Sérfræðingurinn: Fúll í fyrstu en orðinn nokkuð sáttur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2019 16:45 Ómar Ingi Magnússon sækir að marki Japan vísir/epa Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var fúll með frammistöðu Íslands strax að loknum sigrinum á Japan á HM í handbolta í dag en þegar á leið varð hann sáttari við leikinn enda Japan orðið gott lið í alþjóðahandboltanum. „Fyrstu viðbrögð þá var maður hálf fúll út í frammistöðuna, en þegar maður var búinn að settla þetta inn þá áttar maður sig á að Japanarnir eru bara drullu góðir.“ „Við þurftum að vinna og við unnum. Það voru margir sem voru að spila undir sínu besta og þegar maður var aðeins búinn að jafna sig þá var maður sáttari með þetta.“ Fyrirfram var ætlast til þess að íslenska liðið myndi taka sigur, og jafnvel nokkuð auðveldan, en japanska liðið er sterkt og stóð heillengi í Evrópumeisturum Spánverja fyrr í mótinu. „Það þarf að gefa hrós á Dag. Barein lendir fyrir ofan þá í Asíukeppninni, sem gefur sæti á HM, en í dag er Japan orðið miklu betra lið. Hann er að gera frábæra hluti og hann gerði bara næstum því allt sem þurfti.“ „Hann útfærði leikinn mjög vel og náði að stjórna hraðanum. Við bjuggumst kannski við svaka hraða frá Japan en hann ákvað halda tempóinu niðri. Japanir eru bara oðnir góðir í handbolta og þetta var erfiður leikur varnarlega, þeir eru úti um allt en við höldum þeim í 21 marki sem er gott.“ Björgvin og hornamennirnir bestirArnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins af mótshöldurumvísir/gettyÍslenska liðið átti sem áður segir ekkert sérstakan dag, en hverjir voru bestir að mati sérfræðingsins? „Mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] góður, við komum illa út úr hálfleiknum en hann náði að loka á nokkur hraðaupphlaup og varði alltaf reglulega einn og einn bolta.“ „Stefán Rafn kom frábær inn í þetta, báðir hornamennirnir Arnór og Stefán fannst mér mjög góðir. Útilínan var að ströggla allan leikinn. Varnarleikurinn var fínn þó ég hafi smá áhyggjur af miðjublokkinni, hún leit stundum illa út.“ „Maður var kannski að vonast eftir því að þeir væru komnir lengra. Það er erfitt að spila þessa vörn, maður er út um allt og þarf mikið að tala, það þarf mikið að æfa og þeir þurfa að vera mjög tengdir.“ „Með 21 mark er erfitt að setja út á varnarleikinn en þegar vörnin brást þá brást hún svolítið illa sem er smá áhyggjuefni.“ Úrslitaleikur upp á þriggja ára planiðÍsland á lokaleik í riðlinum við Makedóníu á morgun og er sá leikur algjör úrslitaleikur um sæti í milliriðli. Hver er tilfinningin fyrir þeim leik? „Við erum að fara í mjög skrýtinn leik held ég. Þeir spila nærri allan tímann 7 á 6 sem gerir þetta leiðinlegt á að horfa, spila hægt og eru skynsamir og leita að opnum færum. En gríðarlega mikilvægur leikur upp á þriggja ára planið hjá Gumma.“ „Að komast í milliriðlana, þó að við töpum öllu, þá græðum við miklu meira á að fara í þessar stóru þjóðir og fá leikina þar.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Óli Gúst: Var ekki stressaður Ólafur Gústafsson segir að það hafi verið erfitt að spila gegn liði sem var á fullri keyrslu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 16. janúar 2019 16:29 Stefán Rafn: Sofandi líka í upphitun Stefán Rafn Sigurmannsson átti fína innkomu í íslenska landsliðið í sigri strákanna okkar gegn Japan í dag. 16. janúar 2019 16:20 Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan. 16. janúar 2019 16:21 Guðmundur: Menn halda að ég sé að bulla einhverja vitleysu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var frekar þungur á brún eftir leikinn gegn Japan enda var það alls ekki auðvelt hjá hans mönnum að landa sigri. 16. janúar 2019 16:22 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var fúll með frammistöðu Íslands strax að loknum sigrinum á Japan á HM í handbolta í dag en þegar á leið varð hann sáttari við leikinn enda Japan orðið gott lið í alþjóðahandboltanum. „Fyrstu viðbrögð þá var maður hálf fúll út í frammistöðuna, en þegar maður var búinn að settla þetta inn þá áttar maður sig á að Japanarnir eru bara drullu góðir.“ „Við þurftum að vinna og við unnum. Það voru margir sem voru að spila undir sínu besta og þegar maður var aðeins búinn að jafna sig þá var maður sáttari með þetta.“ Fyrirfram var ætlast til þess að íslenska liðið myndi taka sigur, og jafnvel nokkuð auðveldan, en japanska liðið er sterkt og stóð heillengi í Evrópumeisturum Spánverja fyrr í mótinu. „Það þarf að gefa hrós á Dag. Barein lendir fyrir ofan þá í Asíukeppninni, sem gefur sæti á HM, en í dag er Japan orðið miklu betra lið. Hann er að gera frábæra hluti og hann gerði bara næstum því allt sem þurfti.“ „Hann útfærði leikinn mjög vel og náði að stjórna hraðanum. Við bjuggumst kannski við svaka hraða frá Japan en hann ákvað halda tempóinu niðri. Japanir eru bara oðnir góðir í handbolta og þetta var erfiður leikur varnarlega, þeir eru úti um allt en við höldum þeim í 21 marki sem er gott.“ Björgvin og hornamennirnir bestirArnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins af mótshöldurumvísir/gettyÍslenska liðið átti sem áður segir ekkert sérstakan dag, en hverjir voru bestir að mati sérfræðingsins? „Mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] góður, við komum illa út úr hálfleiknum en hann náði að loka á nokkur hraðaupphlaup og varði alltaf reglulega einn og einn bolta.“ „Stefán Rafn kom frábær inn í þetta, báðir hornamennirnir Arnór og Stefán fannst mér mjög góðir. Útilínan var að ströggla allan leikinn. Varnarleikurinn var fínn þó ég hafi smá áhyggjur af miðjublokkinni, hún leit stundum illa út.“ „Maður var kannski að vonast eftir því að þeir væru komnir lengra. Það er erfitt að spila þessa vörn, maður er út um allt og þarf mikið að tala, það þarf mikið að æfa og þeir þurfa að vera mjög tengdir.“ „Með 21 mark er erfitt að setja út á varnarleikinn en þegar vörnin brást þá brást hún svolítið illa sem er smá áhyggjuefni.“ Úrslitaleikur upp á þriggja ára planiðÍsland á lokaleik í riðlinum við Makedóníu á morgun og er sá leikur algjör úrslitaleikur um sæti í milliriðli. Hver er tilfinningin fyrir þeim leik? „Við erum að fara í mjög skrýtinn leik held ég. Þeir spila nærri allan tímann 7 á 6 sem gerir þetta leiðinlegt á að horfa, spila hægt og eru skynsamir og leita að opnum færum. En gríðarlega mikilvægur leikur upp á þriggja ára planið hjá Gumma.“ „Að komast í milliriðlana, þó að við töpum öllu, þá græðum við miklu meira á að fara í þessar stóru þjóðir og fá leikina þar.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Óli Gúst: Var ekki stressaður Ólafur Gústafsson segir að það hafi verið erfitt að spila gegn liði sem var á fullri keyrslu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 16. janúar 2019 16:29 Stefán Rafn: Sofandi líka í upphitun Stefán Rafn Sigurmannsson átti fína innkomu í íslenska landsliðið í sigri strákanna okkar gegn Japan í dag. 16. janúar 2019 16:20 Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan. 16. janúar 2019 16:21 Guðmundur: Menn halda að ég sé að bulla einhverja vitleysu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var frekar þungur á brún eftir leikinn gegn Japan enda var það alls ekki auðvelt hjá hans mönnum að landa sigri. 16. janúar 2019 16:22 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Óli Gúst: Var ekki stressaður Ólafur Gústafsson segir að það hafi verið erfitt að spila gegn liði sem var á fullri keyrslu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 16. janúar 2019 16:29
Stefán Rafn: Sofandi líka í upphitun Stefán Rafn Sigurmannsson átti fína innkomu í íslenska landsliðið í sigri strákanna okkar gegn Japan í dag. 16. janúar 2019 16:20
Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan. 16. janúar 2019 16:21
Guðmundur: Menn halda að ég sé að bulla einhverja vitleysu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var frekar þungur á brún eftir leikinn gegn Japan enda var það alls ekki auðvelt hjá hans mönnum að landa sigri. 16. janúar 2019 16:22