Sara svakaleg í hringjunum og klár í fjörið í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 10:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir með íslenska fánann eftir mótið í Dúbaí. Mynd/Instagram/sarasigmunds Tilraun númer tvö er nú framundan hjá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur við laust sæti á heimsleikana í CrossFit 2019 og nú er hún komin í fjörið í Miami. Framundan er hörð keppni á hinu árlega Wodapalooza CrossFit móti í Miami en að þessu sinni er aðeins meira undir en síðustu ár. CrossFit samtökin ákváðu að breyta til í ár og í stað hinnar hefðbundnu undankeppni þá mun nú eitt sæti á heimsleikana í karla-, kvenna- og liðaflokki vera í boði fyrir sigurvegara á fimmtán tilteknum mótum. Eitt af þeim mótum verður haldið í Reykjavík í maí. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. Wodapalooza mótið hefur heppnast mjög vel síðustu ár og það er mikið fjör og stemmning á svæðinu enda samankomin fjöldi fólks allstaðar að úr heiminum sem lifir og hrærist í CrossFit. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var nálægt því að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit í fyrsta mótinu sem bauð upp á laust sæti á heimsleikunum í Madison í ágúst. Það fór fram í Dúbaí í desember og endaði Sara þá í þriðja sæti en aðeins tólf stigum á eftir Samöntu Briggs. Mattew Fraser, Samantha Briggs og lið Invictus tryggðu sér sæti á heimsleikunum í ágúst með sigri á mótinu í Dúbaí og geta því strax stillt sinn undirbúning á að toppa í ágúst. Nú eru fjórtán sæti eftir í hverjum flokki. Ragnheiður Sara hefur verið á uppleið eftir meiðslin á heimsleikunum í fyrra og það verður fróðlegt að sjá hvort henni takist að tryggja sér sætið í Miami. Hún bauð að minnsta kosti upp á eina „ofuræfingu“ á Instagram síðu sinni í vikunni. Ragnheiður Sara setti þar inn skemmtilegt myndbandi af sér þar sem hún sýnir mikinn styrk með því að lyfta sér hvað eftir annað upp í hringjunum og það í mikilli hæð. Það er eitt að ná svona „upprisu“ í hringjum einu sinni hvað þá að gera það margoft í röð eins og Sara gerir í þessu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Það er ekki hægt að sjá annað en hún sé klár í fjörið í Miami sem hefst síðan á morgun. View this post on InstagramOnly one week until, all the have been worth it PR’d my Strict MU , how many do you think I got ? _ _ _ #cffortlauderdale #strictmu @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim #cfsudurnes #crossfit @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @lysi.life @lysi_us #benandjerrys A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Jan 13, 2019 at 9:57am PST CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí. 27. desember 2018 19:30 Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tilraun númer tvö er nú framundan hjá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur við laust sæti á heimsleikana í CrossFit 2019 og nú er hún komin í fjörið í Miami. Framundan er hörð keppni á hinu árlega Wodapalooza CrossFit móti í Miami en að þessu sinni er aðeins meira undir en síðustu ár. CrossFit samtökin ákváðu að breyta til í ár og í stað hinnar hefðbundnu undankeppni þá mun nú eitt sæti á heimsleikana í karla-, kvenna- og liðaflokki vera í boði fyrir sigurvegara á fimmtán tilteknum mótum. Eitt af þeim mótum verður haldið í Reykjavík í maí. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. Wodapalooza mótið hefur heppnast mjög vel síðustu ár og það er mikið fjör og stemmning á svæðinu enda samankomin fjöldi fólks allstaðar að úr heiminum sem lifir og hrærist í CrossFit. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var nálægt því að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit í fyrsta mótinu sem bauð upp á laust sæti á heimsleikunum í Madison í ágúst. Það fór fram í Dúbaí í desember og endaði Sara þá í þriðja sæti en aðeins tólf stigum á eftir Samöntu Briggs. Mattew Fraser, Samantha Briggs og lið Invictus tryggðu sér sæti á heimsleikunum í ágúst með sigri á mótinu í Dúbaí og geta því strax stillt sinn undirbúning á að toppa í ágúst. Nú eru fjórtán sæti eftir í hverjum flokki. Ragnheiður Sara hefur verið á uppleið eftir meiðslin á heimsleikunum í fyrra og það verður fróðlegt að sjá hvort henni takist að tryggja sér sætið í Miami. Hún bauð að minnsta kosti upp á eina „ofuræfingu“ á Instagram síðu sinni í vikunni. Ragnheiður Sara setti þar inn skemmtilegt myndbandi af sér þar sem hún sýnir mikinn styrk með því að lyfta sér hvað eftir annað upp í hringjunum og það í mikilli hæð. Það er eitt að ná svona „upprisu“ í hringjum einu sinni hvað þá að gera það margoft í röð eins og Sara gerir í þessu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Það er ekki hægt að sjá annað en hún sé klár í fjörið í Miami sem hefst síðan á morgun. View this post on InstagramOnly one week until, all the have been worth it PR’d my Strict MU , how many do you think I got ? _ _ _ #cffortlauderdale #strictmu @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim #cfsudurnes #crossfit @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @lysi.life @lysi_us #benandjerrys A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Jan 13, 2019 at 9:57am PST
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí. 27. desember 2018 19:30 Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí. 27. desember 2018 19:30
Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30