Lífeyrissjóðir leggi hinu opinbera lið Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 07:45 Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, segir að horfa þurfi í meira mæli til markaðsvæðingar innviða. Áhugi á innviðafjárfestingum fari vaxandi og hér á landi sé fyrir hendi mikil þekking á rekstri slíkra verkefna. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir að færa megi góð og gild rök fyrir því að lífeyrissjóðir fjármagni innviði, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða í formi kaupa á skuldabréfum. Slíkir sjóðir séu langtímafjárfestar og hagur þeirra sé fólginn í því að innviðir landsins styðji sem best við uppbyggingu hagkerfisins til lengri tíma. „Skuldbindingar lífeyrissjóða,“ útskýrir Ólafur í samtali við Markaðinn, „eru til áratuga og fjárfestingargeta þeirra er mikil á meðan uppbygging kerfisins er hvað mest. Geta lífeyrissjóða til að fjárfesta til langs tíma er þannig alla jafna meiri en annarra fjárfesta og þá er lífeyriskerfi landsmanna ólíkt einkafjármagni á marga vegu sem gæti stuðlað að meiri sátt um þátttöku þeirra í fjármögnun innviða,“ nefnir hann. Horfa þurfi í meira mæli til „markaðsvæðingar innviða“. Birta lífeyrissjóður er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins með hreina eign upp á 350 milljarða króna. Ólafur bendir á að Samtök iðnaðarins hafi nýverið áætlað uppsafnaða viðhaldsþörf tilgreindra innviða um 372 milljarða króna en með uppsafnaðri viðhaldsþörf hafi þar verið átt við það sem þurfi til þess að koma þeim innviðum í eðlilegt ástand. Sem dæmi hafi fráveitukerfi landsmanna fengið slaka einkunn og uppsöfnuð viðhaldsþörf á því verið metin á bilinu 50 til 80 milljarðar króna. „Í mörgum tilfellum fara innviðaverkefni vel saman við kröfur um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóða,“ segir Ólafur og nefnir að fjárfesting í fráveitukerfi geti til að mynda stuðlað að bættu umhverfi sem falli vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar fjárfestingar og ekki síður að markmiðum lífeyrissjóða um jákvæð samfélagsleg áhrif af fjárfestingum. Að mati Ólafs væri skynsamlegt af hálfu stjórnvalda að fjölga þátttakendum í uppbyggingu innviða. Lífeyrissjóðir geti létt undir með ríki og sveitarfélögum. „Jafnvel þó einhverjir telji að hið opinbera geti eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum, þá gæti breiðari nálgun stuðlað að meiri áhættudreifingu og aukið skilvirkni við innviðauppbyggingu. Dæmin sýna að stórar fjárfestingar geta verið íþyngjandi fyrir stjórnsýsluna og fjölþættari nálgun gæti bætt ákvarðanatöku. Í sumum tilfellum gætu sveitarfélög ekki ráðið við umfangsmiklar fjárfestingarnar þó lög og reglur geri kröfu til þeirra um endurbætur á innviðum,“ nefnir hann. Áhugi á innviðafjárfestingum fari vaxandi og hér á landi sé fyrir hendi mikil þekking á hönnun, byggingu og rekstri slíkra verkefna.Fleiri fjárfestingarkostir Ólafur nefnir einnig að innviðafjárfestingar falli vel að eðli lífeyrissjóða sem geri slíkar fjárfestingar að áhugaverðum kosti fyrir þá. „Þau sjónarmið hafa verið uppi að lífeyrissjóðir eigi orðið of hátt hlutfall í atvinnufyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni og sumir hafa áhyggjur af því að þverað eignarhald þeirra í samkeppnisrekstri geti haft letjandi áhrif á samkeppnisvilja stjórnenda. Á meðan skuldbindingar eru mældar í íslenskum krónum er skynsamlegt að verja eignum að hluta til innanlands og þá skiptir máli að fjölga fjárfestingarkostum og fjölbreytileika þeirra, umfram þá kosti sem lífeyrissjóðum standa til boða í dag,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort lífeyrissjóðir og einkafjárfestar geri ekki of háa arðsemiskröfu til fjárfestinga í innviðum segir Ólafur svo ekki endilega vera. Skoða þurfi hverja fjárfestingu fyrir sig. Hann bendir á að leyfð arðsemi flutningsfyrirtækja og dreifiveitna í eigu ríkisins geri ráð fyrir að arðsemi eiginfjár liggi á bilinu 9 til 10 prósent. Horfa þurfi til fjármagnsskipanar slíkra verkefna í heild og meta arðsemi út frá vegnum fjármagnskostnaði. „Dæmi eru fyrir því að erlendir bankar líti á aðild innlendra lífeyrissjóða sem styrkleika,“ bendir Ólafur á. „Þannig gæti eiginfjárþátttaka þeirra haft jákvæð áhrif á veginn fjármagnskostnað og jafnvel haft jákvæð áhrif á framgang verkefna. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega sérfræðingar á sviði innviðafjárfestinga en stærð og geta þeirra til að fjárfesta til lengri tíma getur haft jákvæð áhrif.“ Þá geri lífeyrissjóðir sér fyllilega grein fyrir því að um innviðafjárfestingar gildi stundum strangari reglur um arðsemi. Kostir geti falist í því fyrir lífeyrissjóði ef arðsemi séu sett efri mörk, enda búi þeir þá líka við takmarkaða tapsáhættu. Aðkoma lífeyrissjóða þurfi jafnframt ekki að vera sambærileg. Hún geti ráðist af stöðu þeirra og eðli skuldbindinga og fjárfestingarstefnu. Sumir sjóðir gætu haft meiri áhuga á skuldabréfum á meðan aðrir hefðu áhuga á eiginfjárþátttöku.Slaki að myndast Ólafur segir aðspurður skynsamlegt að ráðast í innviðafjárfestingar um þessar mundir, þó ekki væri nema einungis til þess að viðhalda núverandi innviðum og láta þá ekki drabbast niður. „Það er margt sem bendir til þess að draga muni úr hagvexti næstu misseri og að það kunni að myndast slaki til slíkra verkefna. Undirbúningur innviðaverkefna getur tekið langan tíma og það kann þannig að vera skynsamlegt að geta hraðað framkvæmdum ef hagkerfið verður fyrir áföllum. Þau gera sjaldnast boð á undan sér og skemmst er að minnast vangaveltna um mögulegar breytingar í ferðaþjónustu frá því í fyrrasumar,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir að færa megi góð og gild rök fyrir því að lífeyrissjóðir fjármagni innviði, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða í formi kaupa á skuldabréfum. Slíkir sjóðir séu langtímafjárfestar og hagur þeirra sé fólginn í því að innviðir landsins styðji sem best við uppbyggingu hagkerfisins til lengri tíma. „Skuldbindingar lífeyrissjóða,“ útskýrir Ólafur í samtali við Markaðinn, „eru til áratuga og fjárfestingargeta þeirra er mikil á meðan uppbygging kerfisins er hvað mest. Geta lífeyrissjóða til að fjárfesta til langs tíma er þannig alla jafna meiri en annarra fjárfesta og þá er lífeyriskerfi landsmanna ólíkt einkafjármagni á marga vegu sem gæti stuðlað að meiri sátt um þátttöku þeirra í fjármögnun innviða,“ nefnir hann. Horfa þurfi í meira mæli til „markaðsvæðingar innviða“. Birta lífeyrissjóður er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins með hreina eign upp á 350 milljarða króna. Ólafur bendir á að Samtök iðnaðarins hafi nýverið áætlað uppsafnaða viðhaldsþörf tilgreindra innviða um 372 milljarða króna en með uppsafnaðri viðhaldsþörf hafi þar verið átt við það sem þurfi til þess að koma þeim innviðum í eðlilegt ástand. Sem dæmi hafi fráveitukerfi landsmanna fengið slaka einkunn og uppsöfnuð viðhaldsþörf á því verið metin á bilinu 50 til 80 milljarðar króna. „Í mörgum tilfellum fara innviðaverkefni vel saman við kröfur um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóða,“ segir Ólafur og nefnir að fjárfesting í fráveitukerfi geti til að mynda stuðlað að bættu umhverfi sem falli vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar fjárfestingar og ekki síður að markmiðum lífeyrissjóða um jákvæð samfélagsleg áhrif af fjárfestingum. Að mati Ólafs væri skynsamlegt af hálfu stjórnvalda að fjölga þátttakendum í uppbyggingu innviða. Lífeyrissjóðir geti létt undir með ríki og sveitarfélögum. „Jafnvel þó einhverjir telji að hið opinbera geti eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum, þá gæti breiðari nálgun stuðlað að meiri áhættudreifingu og aukið skilvirkni við innviðauppbyggingu. Dæmin sýna að stórar fjárfestingar geta verið íþyngjandi fyrir stjórnsýsluna og fjölþættari nálgun gæti bætt ákvarðanatöku. Í sumum tilfellum gætu sveitarfélög ekki ráðið við umfangsmiklar fjárfestingarnar þó lög og reglur geri kröfu til þeirra um endurbætur á innviðum,“ nefnir hann. Áhugi á innviðafjárfestingum fari vaxandi og hér á landi sé fyrir hendi mikil þekking á hönnun, byggingu og rekstri slíkra verkefna.Fleiri fjárfestingarkostir Ólafur nefnir einnig að innviðafjárfestingar falli vel að eðli lífeyrissjóða sem geri slíkar fjárfestingar að áhugaverðum kosti fyrir þá. „Þau sjónarmið hafa verið uppi að lífeyrissjóðir eigi orðið of hátt hlutfall í atvinnufyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni og sumir hafa áhyggjur af því að þverað eignarhald þeirra í samkeppnisrekstri geti haft letjandi áhrif á samkeppnisvilja stjórnenda. Á meðan skuldbindingar eru mældar í íslenskum krónum er skynsamlegt að verja eignum að hluta til innanlands og þá skiptir máli að fjölga fjárfestingarkostum og fjölbreytileika þeirra, umfram þá kosti sem lífeyrissjóðum standa til boða í dag,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort lífeyrissjóðir og einkafjárfestar geri ekki of háa arðsemiskröfu til fjárfestinga í innviðum segir Ólafur svo ekki endilega vera. Skoða þurfi hverja fjárfestingu fyrir sig. Hann bendir á að leyfð arðsemi flutningsfyrirtækja og dreifiveitna í eigu ríkisins geri ráð fyrir að arðsemi eiginfjár liggi á bilinu 9 til 10 prósent. Horfa þurfi til fjármagnsskipanar slíkra verkefna í heild og meta arðsemi út frá vegnum fjármagnskostnaði. „Dæmi eru fyrir því að erlendir bankar líti á aðild innlendra lífeyrissjóða sem styrkleika,“ bendir Ólafur á. „Þannig gæti eiginfjárþátttaka þeirra haft jákvæð áhrif á veginn fjármagnskostnað og jafnvel haft jákvæð áhrif á framgang verkefna. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega sérfræðingar á sviði innviðafjárfestinga en stærð og geta þeirra til að fjárfesta til lengri tíma getur haft jákvæð áhrif.“ Þá geri lífeyrissjóðir sér fyllilega grein fyrir því að um innviðafjárfestingar gildi stundum strangari reglur um arðsemi. Kostir geti falist í því fyrir lífeyrissjóði ef arðsemi séu sett efri mörk, enda búi þeir þá líka við takmarkaða tapsáhættu. Aðkoma lífeyrissjóða þurfi jafnframt ekki að vera sambærileg. Hún geti ráðist af stöðu þeirra og eðli skuldbindinga og fjárfestingarstefnu. Sumir sjóðir gætu haft meiri áhuga á skuldabréfum á meðan aðrir hefðu áhuga á eiginfjárþátttöku.Slaki að myndast Ólafur segir aðspurður skynsamlegt að ráðast í innviðafjárfestingar um þessar mundir, þó ekki væri nema einungis til þess að viðhalda núverandi innviðum og láta þá ekki drabbast niður. „Það er margt sem bendir til þess að draga muni úr hagvexti næstu misseri og að það kunni að myndast slaki til slíkra verkefna. Undirbúningur innviðaverkefna getur tekið langan tíma og það kann þannig að vera skynsamlegt að geta hraðað framkvæmdum ef hagkerfið verður fyrir áföllum. Þau gera sjaldnast boð á undan sér og skemmst er að minnast vangaveltna um mögulegar breytingar í ferðaþjónustu frá því í fyrrasumar,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira