Ögurstund í Brexit málum í kvöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 13:00 Það stefnir í spennandi dag í breskum stjórnmálum. Mynd/Facundo Arrizabalaga Rökræður hafa staðið yfir í breska þinginu síðastliðna fimm þingfundardaga um útgöngusáttmálann sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og teymi hennar samdi um við Evrópusambandið. Að umræðum loknum greiða þingmenn atkvæði um sáttmálann. Reikna má með að atkvæðagreiðsla hefjist klukkan sjö í kvöld og ljúki síðar um kvöldið.Hvernig falla atkvæði? Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Það er örlagastund fyrir Theresu May forsætisráðherra í kvöld.EPA/Neil HallUm 90 þingmenn Íhaldsflokksins segjast ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Hið sama ætla 10 þingmenn Norður Írska Sambandsflokksins að gera en sá flokkur styður ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Langflestir af 256 þingmönnum Verkamannaflokksins ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum og hið sama ætla þingmenn Frjálslynda flokksins, Skoska þjóðarflokksins og annarra smærri stjórnarandstöðuflokka að gera.Hvað gerist næst? Ef að sáttmáli May verður samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með Brexit ferlið. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Brexit yrði þó ekki lokið þar sem enn þarf að semja um viðskiptasamninga og hvernig framtíðarsamskiptum Bretlands of Evrópusambandsins yrði háttað. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Jeremy Corbyn ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur May verði sáttmálinn felldur.EPA/Neil HallAnnar möguleiki er að lengja í samningaferlinu. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ekki útilokað að lengja í ferlinu fram á sumar og færa hina eiginlegu útgöngu frá 29. mars fram í júlí. Það gæfi svigrúm til að finna nýjar lausnir á Brexit málum en Evrópusambandið hefur ítrekað að ekki verði samið upp á nýtt um útgöngusáttmála. Þá er ekki útilokað að forsætisráðherrann segi af sér í kjölfar þess að tapa atkvæðagreiðslunni. Hún hefur lagt mikið að veði við að koma honum í gegn um þingið og hefur ítrekað varað við því að Bretland gangi úr sambandinu án sáttmála eða að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgönguna verði endurtekin og að ekkert verði af Brexit. Nýr leiðtogi gæti kosið að setja aðra leiðina í forgang. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur þá boðað vantraustsyfirlýsingu á hendur May ef að sáttmálinn verði felldur í kvöld. Hans markmið er að knýja fram þingkosningar sem myndi vafalaust hleypa Brexit ferlinu í enn meira uppnám. Hér að neðan má svo sjá innslag fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKS pic.twitter.com/eknemKg9nz— ITV News (@itvnews) January 14, 2019 Bretland Brexit Tengdar fréttir ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Rökræður hafa staðið yfir í breska þinginu síðastliðna fimm þingfundardaga um útgöngusáttmálann sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og teymi hennar samdi um við Evrópusambandið. Að umræðum loknum greiða þingmenn atkvæði um sáttmálann. Reikna má með að atkvæðagreiðsla hefjist klukkan sjö í kvöld og ljúki síðar um kvöldið.Hvernig falla atkvæði? Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Það er örlagastund fyrir Theresu May forsætisráðherra í kvöld.EPA/Neil HallUm 90 þingmenn Íhaldsflokksins segjast ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Hið sama ætla 10 þingmenn Norður Írska Sambandsflokksins að gera en sá flokkur styður ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Langflestir af 256 þingmönnum Verkamannaflokksins ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum og hið sama ætla þingmenn Frjálslynda flokksins, Skoska þjóðarflokksins og annarra smærri stjórnarandstöðuflokka að gera.Hvað gerist næst? Ef að sáttmáli May verður samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með Brexit ferlið. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Brexit yrði þó ekki lokið þar sem enn þarf að semja um viðskiptasamninga og hvernig framtíðarsamskiptum Bretlands of Evrópusambandsins yrði háttað. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Jeremy Corbyn ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur May verði sáttmálinn felldur.EPA/Neil HallAnnar möguleiki er að lengja í samningaferlinu. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ekki útilokað að lengja í ferlinu fram á sumar og færa hina eiginlegu útgöngu frá 29. mars fram í júlí. Það gæfi svigrúm til að finna nýjar lausnir á Brexit málum en Evrópusambandið hefur ítrekað að ekki verði samið upp á nýtt um útgöngusáttmála. Þá er ekki útilokað að forsætisráðherrann segi af sér í kjölfar þess að tapa atkvæðagreiðslunni. Hún hefur lagt mikið að veði við að koma honum í gegn um þingið og hefur ítrekað varað við því að Bretland gangi úr sambandinu án sáttmála eða að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgönguna verði endurtekin og að ekkert verði af Brexit. Nýr leiðtogi gæti kosið að setja aðra leiðina í forgang. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur þá boðað vantraustsyfirlýsingu á hendur May ef að sáttmálinn verði felldur í kvöld. Hans markmið er að knýja fram þingkosningar sem myndi vafalaust hleypa Brexit ferlinu í enn meira uppnám. Hér að neðan má svo sjá innslag fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKS pic.twitter.com/eknemKg9nz— ITV News (@itvnews) January 14, 2019
Bretland Brexit Tengdar fréttir ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34
May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00