Brasilía kom skemmtilega á óvart á HM í dag er Brassarnir skelltu Serbum með tveggja marka mun.
Jose Toledo atkvæðamestur í liði Brassanna með fimm mörk en margir lögðu hönd á plóg og markaskorun dreifðist vel. Bogdan Radivojevic og Mijajlo Marsenic skoruðu báðir fimm mörk fyrir Serba.
Brasilíu er í fjórða sæti A-riðils en Serbía því fimmta.
Ungverjar eru á toppi D-riðils eftir sigur á Katar og Túnis kom sér upp í fjórða sæti C-riðils með sigri á Síle.
Úrslit:
Túnis-Síle 36-30
Serbía-Brasilía 22-24
Ungverjaland-Katar 32-26

