Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 12:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur lítið fyrir það. Hann segir að í skýrslu Innri endurskoðuna komi fram ábendingar varðandi skjalavörsluna sem verði fylgt eftir en léleg skjalavarsla sé víða í kerfinu. „Mér sýnist þetta vera enn eitt upphlaupið í þessu máli. Þjóðskjalavörður hefur greint frá því að um 50% skilaskildra ríkisstofnanna uppfylli ekki alveg lög um skjalavörslu en það hefur engum dottið í hug að það sé lögreglumál,“ segir Dagur. Hann segir hlutverk Innri endurskoðunar að vísa málinu áfram ef upp komi grunur um saknæmt athæfi og það hafi ekki verið gert. Skýrsla innri endurskoðunar sýni fyrst og fremst að mistök hafi verið gerð. “Ein af meginniðurstöðu þeirrar skýrslu er að það fundust engin dæmi um misferli,“ segir hann. Aðspurður að því hvort að aðrar framkvæmdir í borginni hafi farið fram úr áætlunum segir Dagur framúrkeyrsluna á honum einsdæmi. Bragginn er frávik hjá borginni. Auðvitað er þekkt að framkvæmdir geta farið fram úr áætlunum og það þurfa allir að vera búnir undir það en bragginn er frávik,“ segir Dagur. Hann segir algengt að það vanti skýrslur hjá ríki og sveitarfélögum um framkvæmdir því þar sé ekki innri endurskoðun. „Ástæðan fyrir því að það eru ekki til skýrslur hjá öðrum sveitarfélögum er að þær skýrslur eru ekki unnar,“ segir Dagur. Dagur áréttar að hann ætlar að sitja í starfshópi sem fer yfir úrbætur sem þarf að gera eftir að skýrslan um bragganna kom út en Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur sagt sig úr honum og vegna þess að hún telur að borgarstjóri eigi ekki að sitja þar sem aðili málsins. „Það er beinlínis skylda mín að fylgja eftir ábendingum Innri endurskoðunnar og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Dagur að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur lítið fyrir það. Hann segir að í skýrslu Innri endurskoðuna komi fram ábendingar varðandi skjalavörsluna sem verði fylgt eftir en léleg skjalavarsla sé víða í kerfinu. „Mér sýnist þetta vera enn eitt upphlaupið í þessu máli. Þjóðskjalavörður hefur greint frá því að um 50% skilaskildra ríkisstofnanna uppfylli ekki alveg lög um skjalavörslu en það hefur engum dottið í hug að það sé lögreglumál,“ segir Dagur. Hann segir hlutverk Innri endurskoðunar að vísa málinu áfram ef upp komi grunur um saknæmt athæfi og það hafi ekki verið gert. Skýrsla innri endurskoðunar sýni fyrst og fremst að mistök hafi verið gerð. “Ein af meginniðurstöðu þeirrar skýrslu er að það fundust engin dæmi um misferli,“ segir hann. Aðspurður að því hvort að aðrar framkvæmdir í borginni hafi farið fram úr áætlunum segir Dagur framúrkeyrsluna á honum einsdæmi. Bragginn er frávik hjá borginni. Auðvitað er þekkt að framkvæmdir geta farið fram úr áætlunum og það þurfa allir að vera búnir undir það en bragginn er frávik,“ segir Dagur. Hann segir algengt að það vanti skýrslur hjá ríki og sveitarfélögum um framkvæmdir því þar sé ekki innri endurskoðun. „Ástæðan fyrir því að það eru ekki til skýrslur hjá öðrum sveitarfélögum er að þær skýrslur eru ekki unnar,“ segir Dagur. Dagur áréttar að hann ætlar að sitja í starfshópi sem fer yfir úrbætur sem þarf að gera eftir að skýrslan um bragganna kom út en Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur sagt sig úr honum og vegna þess að hún telur að borgarstjóri eigi ekki að sitja þar sem aðili málsins. „Það er beinlínis skylda mín að fylgja eftir ábendingum Innri endurskoðunnar og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Dagur að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira