Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2019 19:00 Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. Fasteignafélagið Reitir hyggst byggja að lágmarki 45.000 fermetra á lóðinni við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verkefnið tengjast borgarlínu beint. „Hérna beint fyrir utan verður Borgarlínustöð samkvæmt hugmyndum um verkefnið. Við sjáum fyrir okkur að það verði þróunarás frá Hlemmi að Suðurlandsbraut, Skeifu og Ártúnshöfða þar sem muni fjölga íbúðum á spennandi stöðum en Borgarlínan verður beintengd við svæðið,“ segir Dagur. Arkitektar verða fengnir til að endurskoða deiliskipulag fyrir svæðið að sögn Dags. „Það er stefnt að því að framkvæmdir hefjist innan við tveimur árum eftir að framkvæmdir liggja fyrir. Vonir mínar eru að þessi uppbygging fari af stað á næstu misserum,“ segir Dagur. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að áætlað sé að byggingarkostnaður á hvern fermetra sé um þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur og því má ætla að kostnaðurinn við uppbygginguna verði tæpir sextán milljarða króna. „Þetta er gríðarmikil fjárfesting en hún er ætluð til langstíma,“ segir Guðjón. Fimmtán prósent íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða og eða búseturéttaríbúðir en eftir á að ákveða til hvaða annarra markhópa verður höfðað með restina. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. Fasteignafélagið Reitir hyggst byggja að lágmarki 45.000 fermetra á lóðinni við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verkefnið tengjast borgarlínu beint. „Hérna beint fyrir utan verður Borgarlínustöð samkvæmt hugmyndum um verkefnið. Við sjáum fyrir okkur að það verði þróunarás frá Hlemmi að Suðurlandsbraut, Skeifu og Ártúnshöfða þar sem muni fjölga íbúðum á spennandi stöðum en Borgarlínan verður beintengd við svæðið,“ segir Dagur. Arkitektar verða fengnir til að endurskoða deiliskipulag fyrir svæðið að sögn Dags. „Það er stefnt að því að framkvæmdir hefjist innan við tveimur árum eftir að framkvæmdir liggja fyrir. Vonir mínar eru að þessi uppbygging fari af stað á næstu misserum,“ segir Dagur. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að áætlað sé að byggingarkostnaður á hvern fermetra sé um þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur og því má ætla að kostnaðurinn við uppbygginguna verði tæpir sextán milljarða króna. „Þetta er gríðarmikil fjárfesting en hún er ætluð til langstíma,“ segir Guðjón. Fimmtán prósent íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða og eða búseturéttaríbúðir en eftir á að ákveða til hvaða annarra markhópa verður höfðað með restina.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira