Ísland spilaði frábæran handbolta fyrstu 25 mínúturnar en misstu aðeins taktinn undir lok fyrri hálfleiksins og Króatar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14.
Í síðari hálfleik voru strákarnir okkar gífurlega vel stemmdir. Þeir leiddu er tíu mínútur voru eftir af leiknum en lokakafli Króata var sterkur og þeir unnu að lokum fjögurra marka sigur, 31-27.
Að venju voru Íslendingar líflegir á Twitter er handboltalandsliðið spilar á stórmótum. Fólk sló á létta strengi og grínuðust með klukkubreytingar og margt fleira.
Brot af því besta má sjá hér að neðan.
Þessir apakettir á flautunni eru ekkert eðlilega lélegir.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 11, 2019
Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni. #IslKró
— Gummi Ben (@GummiBen) January 11, 2019
Aron var að hamra hann á 115kmh
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) January 11, 2019
Gekk inn úr dyrunum heima í þann mund er Ísland komst í 14-11. Í stuttu máli: hef verið rekinn að heiman. #hmruv
— Hans Steinar (@hanssteinar) January 11, 2019
Væntingastuðullinn minn hefur aldrei sveiflast jafn mikið á jafn stuttum tíma og síðasta korterið í fyrri hálfleik. Ég fór úr því að vera peppaður fyrir gelinu sem Bjōggi og Aron myndu gefa út eftir mótið í að hata handbolta. #hmruv
— Valur Gunnarsson (@valurgunn) January 11, 2019
Aron Pálmarsson þvílík frammistaða drengur. #worldclass
— Höddi Magg (@HoddiMagnusson) January 11, 2019
Bingo Ágúst Elí!!
— Rikki G (@RikkiGje) January 11, 2019
Mikið ofboðslega er gaman að horfa á þetta. #strakarnirokkar
— Henry Birgir (@henrybirgir) January 11, 2019
Ætli sé eitthvað dómarapar nógu hæft til að dæma handbolta samkvæmt Einari? #hmruv
— Hilmar Þórlindsson (@biginjapan8) January 11, 2019
Engin markmaður er heimskasta og mest óþolandi þróun handboltans. Tapaður bolti=mark. Manni undir og mótherji þarf ekki 5 sekúndur til að skora í stað þess að liðið tapi, boltanum, bakki aftur, spili vörn og láta klukkuna vinna með sér #hmruv #handbolti
— Sverrir Gauti (@SverrirGauti) January 11, 2019
Króatar ætluðu aldeilis að berja kjarkinn úr Elvari Erni strax. Elvar með sterkari haus en það og svarar á hinn eina rétta hátt. #hmruv #haus
— Haus hugarþjálfun (@hugarthjalfun) January 11, 2019
Mjög góð frammistaða að flestu leiti er það sem verður að horfa í, ekki hvorum megin sigurinn datt. Reynsla er dýrmæt og hún byggist upp einmitt með svona leikjum. Reynslan var meiri hjá Króötum og það vóg þungt #hmruv #haus #íþróttasálfræðitweet
— Haus hugarþjálfun (@hugarthjalfun) January 11, 2019
Króatía? Við vorum að spila við Svía og tapa. Sjís hvað þið fylgist illa með #IslCro #IslSv #hmruv
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) January 11, 2019
Er ég eini sem er á þeirri skoðunnar að Björgvin sé búinn og það ætti að leyfa Ágúst Elí að taka við sem aðalmarkvörður eða Aron Rafn þeir yrðu þá markvarðarpar #hmruv
— konráð ólafur (@Konnieysteins) January 11, 2019
Svo margt gott. Frábært lið. Hlakka til #ISLCRO #handbolti #hmruv
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 11, 2019
Ég er með bráðaofnæmi fyrir Króötum #hmruv #handbolti
— Hrafnkell Helgi Helgason (@HHelgason7) January 11, 2019
FH-ingar eru mættir í Krikann að hvetja strákana okkar! #handbolti #hmruv #HM2019 pic.twitter.com/nP4laTqgTi
— FH Handbolti (@FH_Handbolti) January 11, 2019
Þar einhvers konar intervention svo þjálfarar spili bara einum færri í sókn og taka ekki keeper út af? 14-12 yfir og við bjóðum þeim aftur í leikinn.... #hmruv
— Pétur Sæmundsen (@PeturSaem) January 11, 2019
Duvnjak að detta í Balic. Óþolandi.
— Henry Birgir (@henrybirgir) January 11, 2019
Við sækjum eingöngu beint inn á miðju, ekkert pláss, stappað inná punkt. Myndum ekkert pláss fyrir hornið eða milli 1-2. Pirrandi. #hmruv
— Þorkell Magnússon (@thorkellmag) January 11, 2019
Óþolandi leiðinlega góðir Króatar. Virkilega góð frammistaða hjá Íslenska liðinu. Lofar góðu. #HandballWM
— Höddi Magg (@HoddiMagnusson) January 11, 2019
Slakur lokakafli en margt jákvætt til að byggja á. Samt óþolandi. Var séns. Hlakka til að horfa á framhaldið.
— Henry Birgir (@henrybirgir) January 11, 2019
Frábær frammistaða gegn Króatíu, Aron Pálmarsson í heimsklassa. Við erum á leiðinni. Elvar Örn verður bara betri. Arnar Freyr hefur bætt sig mikið. Vntar meiri skotógn hægra meginn á vellinum. Ómar Ingi spilaði hins vegar vel. Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 11, 2019
Drullusvekkjandi lokakafli en fjandi góðar 50 mínútur á móti fáránlega góðu liði. Sást alveg á fagnaðarlátum þeirra síðustu mínúturnar hvað þetta kom þeim í opna skjöldu. Áfram gakk.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 11, 2019