Sanders biðst afsökunar á áreitni gegn konum innan framboðsins Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 08:47 Hillary Clinton og Bernie Sanders öttu kappi í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016. Vísir/Getty Ásakanir kvenna sem störfuðu fyrir forsetaframboð Bernie Sanders í Bandaríkjunum árið 2016 um kynferðislega áreitni og slæleg viðbrögð framboðsins við henni hafa fengið öldungadeildarþingmanninn til þess að biðja þær afsökunar. Sanders hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann býður sig fram aftur árið 2020. New York Times hefur fjallað um ásakanir kvenna um að háttsettir karlar innan framboðsins hafi áreitt þær eða hegðað sér á óviðeigandi hátt á meðan á forsetaframboði Sanders stóð. Sumar þeirra hafa lýst menningu kynferðislegrar áreitni þar. Politico sagði frá því í vikunni að aðstoðarstjórnandi framboðsins hafi kysst ungan undirmann sinn nauðugan árið 2016. „Til kvennanna í framboðinu okkar sem voru áreittar eða sem komið var illa fram við, þakka ykkur fyrir, frá hjartarótunum mínu, að segja frá. Ég biðst fyrirgefningar,“ tísti Sanders í gær. Upphafleg viðbrögð Sanders við ásökunum kvennanna voru ekki eins skýr. Hann var gagnrýndur fyrir að segjast hafa verið „aðeins of upptekinn að fara um landið og tala máli forsetaframboðsins“ og hafa ekki vitað af ásökununum. To the women on my 2016 campaign who were harassed or mistreated, thank you, from the bottom of my heart, for speaking out. I apologize. We can't just talk about ending sexism and discrimination. It must be a reality in our daily lives. That was clearly not the case in 2016. pic.twitter.com/eJtCAGjHZu— Bernie Sanders (@BernieSanders) January 10, 2019 Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ásakanir kvenna sem störfuðu fyrir forsetaframboð Bernie Sanders í Bandaríkjunum árið 2016 um kynferðislega áreitni og slæleg viðbrögð framboðsins við henni hafa fengið öldungadeildarþingmanninn til þess að biðja þær afsökunar. Sanders hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann býður sig fram aftur árið 2020. New York Times hefur fjallað um ásakanir kvenna um að háttsettir karlar innan framboðsins hafi áreitt þær eða hegðað sér á óviðeigandi hátt á meðan á forsetaframboði Sanders stóð. Sumar þeirra hafa lýst menningu kynferðislegrar áreitni þar. Politico sagði frá því í vikunni að aðstoðarstjórnandi framboðsins hafi kysst ungan undirmann sinn nauðugan árið 2016. „Til kvennanna í framboðinu okkar sem voru áreittar eða sem komið var illa fram við, þakka ykkur fyrir, frá hjartarótunum mínu, að segja frá. Ég biðst fyrirgefningar,“ tísti Sanders í gær. Upphafleg viðbrögð Sanders við ásökunum kvennanna voru ekki eins skýr. Hann var gagnrýndur fyrir að segjast hafa verið „aðeins of upptekinn að fara um landið og tala máli forsetaframboðsins“ og hafa ekki vitað af ásökununum. To the women on my 2016 campaign who were harassed or mistreated, thank you, from the bottom of my heart, for speaking out. I apologize. We can't just talk about ending sexism and discrimination. It must be a reality in our daily lives. That was clearly not the case in 2016. pic.twitter.com/eJtCAGjHZu— Bernie Sanders (@BernieSanders) January 10, 2019
Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira