Fjórir fyrir rétt vegna ráns á 100 kílóa gullmynt í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2019 23:05 Myntin var til sýnis á Bodesafninu í Berlín í mars 2017. Konan á myndinni er ekki grunuð um verknaðinn. EPA Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada. Kanada Þýskaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada.
Kanada Þýskaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira