Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 15:35 Aron Einar veit þá núna hvers vegna hann er númer 17. vísir/getty Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, er heldur betur klár í slaginn fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun en hann æfði með íslenska liðinu í Ólympíuhöllinni í dag. „Fiðringurinn er klárlega mættur. Það var gott að komast aðeins inn í höllina og finna aðeins fyrir sér þar. Við tókum góðan klukkutíma myndbandsfund fyrir æfinguna og nú erum við að fara að mæta góðu liði. Króatarnir hafa alltaf verið frábærir í handbolta þannig að þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Arnór Þór. Strákarnir fengu frí frá æfingu í gær eftir langan dag sem hófst um miðja nótt. „Við vöknuðum klukkan 3:40 eða eitthvað þannig um nóttina og svo beint á flugvöllinn og rúta eftir það. Það var því gott að fá smá hvíld en auðvitað fór maður í göngutúr og svona. Það er mikilvægt aðeins að hreyfa sig. Maður má ekki liggja bara í rúminu,“ segir hornamaðurinn.Arnór þurfti altlaf að vera númer 14 út af Sverre Jakobssyni.vísir/epaAkureyringurinn er að spila líklega sinn besta bolta á ferlinum um þessar mundir en hann raðar inn mörkum fyrir Bergischer í þýsku 1. deildinni og er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar. „Ég er mjög spenntur. Það er ógeðslega gaman að spila í Þýskalandi. Það er alltaf full höll og frábær stemning. Maður verður bara að njóta þess. Mér hefur gengið vel í deildinni en það þýðir ekkert að hugsa um það. Það er bara næsti leikur og svo næsti leikur eftir það,“ segir hann. Bróðir Arnórs er landsliðsfyririðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson. Báðir spila þeir í treyju númer 17 en Arnór fékk það númer reyndar ekki fyrr en á EM í Króatíu í fyrra með landsliðinu. Hann hefur samt spilað í 17 allan ferilinn með félagsliðum sínum. Í ævisögu Arons Einars sem kom út fyrir jólin segist hann spila í treyju númer 17 út af bróðir sínum sem að hann leit mikið upp til en hann segir sömuleiðis í bókinni að hann viti ekki hvers vegna þeir eru í 17. Veit Arnór svarið við spurningunni? „Já, ég get svarað henni. Amma okkar er frá Ísafirði og húsnúmerið hennar var 17. Ég tók það bara,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Flóknara var það ekki.Klippa: Arnór Þór um númerið 17 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, er heldur betur klár í slaginn fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun en hann æfði með íslenska liðinu í Ólympíuhöllinni í dag. „Fiðringurinn er klárlega mættur. Það var gott að komast aðeins inn í höllina og finna aðeins fyrir sér þar. Við tókum góðan klukkutíma myndbandsfund fyrir æfinguna og nú erum við að fara að mæta góðu liði. Króatarnir hafa alltaf verið frábærir í handbolta þannig að þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Arnór Þór. Strákarnir fengu frí frá æfingu í gær eftir langan dag sem hófst um miðja nótt. „Við vöknuðum klukkan 3:40 eða eitthvað þannig um nóttina og svo beint á flugvöllinn og rúta eftir það. Það var því gott að fá smá hvíld en auðvitað fór maður í göngutúr og svona. Það er mikilvægt aðeins að hreyfa sig. Maður má ekki liggja bara í rúminu,“ segir hornamaðurinn.Arnór þurfti altlaf að vera númer 14 út af Sverre Jakobssyni.vísir/epaAkureyringurinn er að spila líklega sinn besta bolta á ferlinum um þessar mundir en hann raðar inn mörkum fyrir Bergischer í þýsku 1. deildinni og er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar. „Ég er mjög spenntur. Það er ógeðslega gaman að spila í Þýskalandi. Það er alltaf full höll og frábær stemning. Maður verður bara að njóta þess. Mér hefur gengið vel í deildinni en það þýðir ekkert að hugsa um það. Það er bara næsti leikur og svo næsti leikur eftir það,“ segir hann. Bróðir Arnórs er landsliðsfyririðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson. Báðir spila þeir í treyju númer 17 en Arnór fékk það númer reyndar ekki fyrr en á EM í Króatíu í fyrra með landsliðinu. Hann hefur samt spilað í 17 allan ferilinn með félagsliðum sínum. Í ævisögu Arons Einars sem kom út fyrir jólin segist hann spila í treyju númer 17 út af bróðir sínum sem að hann leit mikið upp til en hann segir sömuleiðis í bókinni að hann viti ekki hvers vegna þeir eru í 17. Veit Arnór svarið við spurningunni? „Já, ég get svarað henni. Amma okkar er frá Ísafirði og húsnúmerið hennar var 17. Ég tók það bara,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Flóknara var það ekki.Klippa: Arnór Þór um númerið 17
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30
Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36
Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti