Niðurskurður til Hafró „allt of mikið í einu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:11 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að hægt verði að koma í veg fyrir að starfsemi Hafrannsóknarstofnunar raskist vegna niðurskurðarkröfunnar. vísir/vilhelm Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind. Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind.
Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Sjá meira
Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58
Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05