Álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2019 19:00 Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg. Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg.
Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15