Hefur breytt landslaginu í deildinni Hjörvar Ólafsson skrifar 25. janúar 2019 17:15 Helena Sverrissdóttir í leiknum á móti Haukum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þegar Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, gekk í raðir Vals var liðið í 5. sæti Domino’s-deildar kvenna í körfubolta með sex stig eftir að hafa leikið átta leiki í deildinni. Liðið sem hafði farið í úrslitaeinvígið gegn liðsfélögum Helenu hjá Haukum síðasta vor var í ákveðnum vandræðum og útlit fyrir að baráttan um að komast í úrslitakeppni deildarinnnar gæti orðið strembin og tvísýn. Þá kom á Hlíðarenda himnasendingin Helena, sem var ekki sátt við stöðu mála hjá ungverska liðinu Ceglédi og hugurinn leitaði heim. Öll liðin í deildinni höfðu áhuga á kröftum Helenu, en Valur náði að landa samningi við hana og eftir það hefur staða liðsins gjörbreyst og er það ekki síst fyrir hennar tilstuðlan að bjartari tímar með blóm í haga eru fram undan hjá Hlíðarendaliðinu. Eftir að hún byrjaði að spila með Val hefur liðið leikið níu deildarleiki og einn leik í bikar. Níu af þessum tíu leikjum hafa endað með sigri Valsliðsins, en einungis KR hefur tekist að hafa betur gegn Val með Helenu innanborðs. Helena er orðin efst í Valsliðinu í þeim tölfræðiþáttum sem mestu máli þykja skipta í körfubolta, það er stigum skoruðum, fráköstum og stoðsendingum. Í níu deildarleikjum með Val hefur Helena skorað 20,7 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 6,1 stoðsendingu að meðaltali. Skotnýtingin er einnig frábær; 64% inni í teig, 47% fyrir utan þriggja stiga línuna og 83% á vítalínunni. Valsliðið skipti á svipuðum tímapunkti og Helena kom í herbúðir liðsins um bandarískan leikmann í sínum röðum. Brooke Johnson var látin víkja fyrir Heather Butler sem hefur staðið sig vel í Valsbúningnum. Töluverð breidd er í leikmannahópi Vals og gæti það skipt sköpum þegar stutt verður á milli leikja í úrslitakeppninni. Bekkurinn er dýpri en hjá keppinautunum sem gæti gert gæfumuninn. Fimm lið eru að berjast hatrammlega um sætin fjögur í úrslitakeppninni og ljóst að eitt lið sem lætur sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn mun ekki fá tækifæri til þess þegar á hólminn verður komið. Valur er núna í 3.-4. sæti deildarinnar með 22 stig, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Keflavík er á toppnum með 26 stig. Enn eru ellefu umferðir eftir af deildakeppninni og í næstu fjórum leikjum Vals mætir liðið Breiðabliki, sem vermir botnsætið, og svo Keflavík, Stjörnunni og Snæfelli. Eftir það hefst síðasta umferð deildakeppninnar af fjórum. Þá er Valur kominn í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið mætir Snæfelli um miðjan febrúar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Stjarnan og Breiðablik. Með Helenu er Valur ansi líklegur kandídat í að verða tvöfaldur meistari þegar upp verður staðið. Félagið hefur aldrei unnið stóran titil í kvennaflokki í körfubolta. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Þegar Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, gekk í raðir Vals var liðið í 5. sæti Domino’s-deildar kvenna í körfubolta með sex stig eftir að hafa leikið átta leiki í deildinni. Liðið sem hafði farið í úrslitaeinvígið gegn liðsfélögum Helenu hjá Haukum síðasta vor var í ákveðnum vandræðum og útlit fyrir að baráttan um að komast í úrslitakeppni deildarinnnar gæti orðið strembin og tvísýn. Þá kom á Hlíðarenda himnasendingin Helena, sem var ekki sátt við stöðu mála hjá ungverska liðinu Ceglédi og hugurinn leitaði heim. Öll liðin í deildinni höfðu áhuga á kröftum Helenu, en Valur náði að landa samningi við hana og eftir það hefur staða liðsins gjörbreyst og er það ekki síst fyrir hennar tilstuðlan að bjartari tímar með blóm í haga eru fram undan hjá Hlíðarendaliðinu. Eftir að hún byrjaði að spila með Val hefur liðið leikið níu deildarleiki og einn leik í bikar. Níu af þessum tíu leikjum hafa endað með sigri Valsliðsins, en einungis KR hefur tekist að hafa betur gegn Val með Helenu innanborðs. Helena er orðin efst í Valsliðinu í þeim tölfræðiþáttum sem mestu máli þykja skipta í körfubolta, það er stigum skoruðum, fráköstum og stoðsendingum. Í níu deildarleikjum með Val hefur Helena skorað 20,7 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 6,1 stoðsendingu að meðaltali. Skotnýtingin er einnig frábær; 64% inni í teig, 47% fyrir utan þriggja stiga línuna og 83% á vítalínunni. Valsliðið skipti á svipuðum tímapunkti og Helena kom í herbúðir liðsins um bandarískan leikmann í sínum röðum. Brooke Johnson var látin víkja fyrir Heather Butler sem hefur staðið sig vel í Valsbúningnum. Töluverð breidd er í leikmannahópi Vals og gæti það skipt sköpum þegar stutt verður á milli leikja í úrslitakeppninni. Bekkurinn er dýpri en hjá keppinautunum sem gæti gert gæfumuninn. Fimm lið eru að berjast hatrammlega um sætin fjögur í úrslitakeppninni og ljóst að eitt lið sem lætur sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn mun ekki fá tækifæri til þess þegar á hólminn verður komið. Valur er núna í 3.-4. sæti deildarinnar með 22 stig, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Keflavík er á toppnum með 26 stig. Enn eru ellefu umferðir eftir af deildakeppninni og í næstu fjórum leikjum Vals mætir liðið Breiðabliki, sem vermir botnsætið, og svo Keflavík, Stjörnunni og Snæfelli. Eftir það hefst síðasta umferð deildakeppninnar af fjórum. Þá er Valur kominn í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið mætir Snæfelli um miðjan febrúar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Stjarnan og Breiðablik. Með Helenu er Valur ansi líklegur kandídat í að verða tvöfaldur meistari þegar upp verður staðið. Félagið hefur aldrei unnið stóran titil í kvennaflokki í körfubolta.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira