Guðmundur: Brasilía með betra lið en Ísland í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2019 16:28 Guðmundur Guðmundsson. Vísir Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11
Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11
Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19
Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15