Attenborough í Davos: Erfitt að ofmeta loftslagsvána Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 23:30 Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos í dag. Vísir/EPA Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500. Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500.
Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54