Rústaði anddyri hótels vegna vangoldinna launa Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 12:53 Manninum var heitt í hamsi vegna launa sem hann hafði ekki fengið greitt. Twitter Lögregla í Liverpool hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum eftir maður á gröfu vann skemmdarverk á byggingu þar í borg nýverið. Myndband af verknaðinum fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en þar sést maður á appelsínugulri gröfu aka gröfunni inn í anddyri hótels og rústa því algjörlega. „Þetta gerist þegar fólk borgar ekki launin, félagi,“ heyrist maður segja í myndbandinu.I was on that job an was supposed to get paid the Friday before Xmas, could have been skint for all they knew, never got my money until the 2nd week of January, only a matter of time before something like this happened pic.twitter.com/WvQ91aRRgL— Joe fearon (@joefblue) 21 January 2019 Annað myndband af atvikinu, sem tekið var upp inn á hótelinu, rataði einnig á Netið en þar heyrist maðurinn í gröfunni öskra á forsvarsmenn hótelsins að hann ætti inni hjá þeim laun. „Sex hundruð pund. Eina sem þið þurftuð að gera var að borga mér sex hundruð pund,“ heyrist maðurinn hrópa. Þá fór þriðja myndbandið af þessum verknaði einnig í dreifingu en þar sést maðurinn fara úr gröfunni og flýja af vettvangi.Out of all the Travelodge digger videos, this one of the aftermath is the best one - the workmen spinning around on the digger trying to get the fuel pipe out is gold #travelodgeedgelane #liverpool #bedandwreckfast pic.twitter.com/3rbNNFzlZL— Chris Sumner (@sumsECFC) 21 January 2019 Lögreglan í Liverpool hefur staðfest að hún fékk tilkynningu um málið inn á borð til sín síðdegis í gær. Fyrstu upplýsingar benda til þess að engan sakaði þegar þetta átti sér stað. Hótelið sem um ræðir nefnist Travelodge sem rekur hótel víðs vegar um Bretlandseyjar. Forsvarsmenn hótelkeðjunnar báðust undan viðtali en tóku fram að starfsemi hótelsins væri ekki hafin á þeim stað sem skemmdaverkið var unnið. Bretland England Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Lögregla í Liverpool hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum eftir maður á gröfu vann skemmdarverk á byggingu þar í borg nýverið. Myndband af verknaðinum fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en þar sést maður á appelsínugulri gröfu aka gröfunni inn í anddyri hótels og rústa því algjörlega. „Þetta gerist þegar fólk borgar ekki launin, félagi,“ heyrist maður segja í myndbandinu.I was on that job an was supposed to get paid the Friday before Xmas, could have been skint for all they knew, never got my money until the 2nd week of January, only a matter of time before something like this happened pic.twitter.com/WvQ91aRRgL— Joe fearon (@joefblue) 21 January 2019 Annað myndband af atvikinu, sem tekið var upp inn á hótelinu, rataði einnig á Netið en þar heyrist maðurinn í gröfunni öskra á forsvarsmenn hótelsins að hann ætti inni hjá þeim laun. „Sex hundruð pund. Eina sem þið þurftuð að gera var að borga mér sex hundruð pund,“ heyrist maðurinn hrópa. Þá fór þriðja myndbandið af þessum verknaði einnig í dreifingu en þar sést maðurinn fara úr gröfunni og flýja af vettvangi.Out of all the Travelodge digger videos, this one of the aftermath is the best one - the workmen spinning around on the digger trying to get the fuel pipe out is gold #travelodgeedgelane #liverpool #bedandwreckfast pic.twitter.com/3rbNNFzlZL— Chris Sumner (@sumsECFC) 21 January 2019 Lögreglan í Liverpool hefur staðfest að hún fékk tilkynningu um málið inn á borð til sín síðdegis í gær. Fyrstu upplýsingar benda til þess að engan sakaði þegar þetta átti sér stað. Hótelið sem um ræðir nefnist Travelodge sem rekur hótel víðs vegar um Bretlandseyjar. Forsvarsmenn hótelkeðjunnar báðust undan viðtali en tóku fram að starfsemi hótelsins væri ekki hafin á þeim stað sem skemmdaverkið var unnið.
Bretland England Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira