Starfið hans, ef starf skal kalla, heitir get back coach eða stígðu til baka, þjálfari. Starfið er frekar einfalt. Elta McVay á röndum og draga hann til baka er dómararnir koma hlaupandi eftir hliðarlínunni.
McVay á það til að fara aðeins of langt inn á völlinn og ef hann þvælist fyrir dómurunum þá fær liðið hans á sig víti. Hann réð því Rath til þess að passa upp á sig.
„Það er ákveðin list í þessu. Þetta er eiginlega eins og dans. Kannski tangó?“ segir Rath sem er hæstánægður með starfið.
Liðið er komið í sjálfan Super Bowl-leikinn og það mun því reyna mikið á Rath að passa upp á McVay þann 3. febrúar næstkomandi.
Sjá má þennan ótrúlega dans þeirra á hliðarlínunni hér að neðan.
Sean McVay has his own "Get Back Coach" to keep him on the sidelines during the game
(via @NFLFilms)pic.twitter.com/pIzh1kLWvS
— ESPN (@espn) January 21, 2019