Spice Girls bolir framleiddir í þrælakistu í Bangladess Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 22:44 Úr einni af fjölmörgum saumaverksmiðjum í Bangladess. Í verksmiðjum sem þessum vinnur fólk oft við afar kröpp jör við að framleiða varning fyrir vestrænan markað. KM Asad/Getty Bolir sem framleiddir voru undir merkjum bresku stúlknasveitarinnar Spice Girls voru framleiddir í verksmiðjum í Bangladess þar sem starfsfólk vann við afar slæmar aðstæður. Starfsmennirnir, sem flestir eru konur, segjast hafa verið áreittir og svívirtir af yfirmönnum sínum. Guardian greinir frá þessu. Bolirnir voru hluti af söfnunarátaki fyrir kynjajafnréttisherferð góðgerðasamtakanna Comic Relief. Á bolnum var áletrunin #IWannaBeASpiceGirl, en á íslensku myndi það útlistast sem #ÉgVilVeraKryddPía. Bolirnir voru seldir á tæp 20 bresk pund , eða um 3130 krónur og þar af runnu rúmlega 11 pund, eða um 1725 krónur til góðgerðasamtakanna. Starfsfólkinu sem framleiddi bolina í Bangladess voru hins vegar greidd lúsarlaun, eða 35 pence á tímann. Það eru um 54 íslenskar krónur. Í samtali við Guardian sagði einn starfsmanna verksmiðjunnar, sem er að hluta til í eigu ráðherra í ríkisstjórn Bangladess, að vinnuaðstæður væri hræðilegar. „Við fáum ekki nóg borgað og við vinnum við ómannúðlegar aðstæður.“Spice Girls, eða Kryddpíurnar eins og þær heita á okkar ástkæra ylhýra, eru ekki taldar hafa vitað að bolirnir væru framleiddir með þeim hætti sem raun ber vitni.Eamonn McCormack/GettyÓlíklegt að sveitin eða samtökin hafi vitað af málinu Ekkert bendir til þess að Spice Girls eða Comic Relief hafi vitað við hvaða aðstæður bolirnir voru framleiddir. Í yfirlýsingum beggja aðila sagði að bakgrunnur smásölufyrirtækisins Represent, sem sá um sölu bolanna í nafni Spice Girs, hafi verið kannaður og farið hafi fram úttekt á siðferðisstöðlum fyrirtækisins. Stuttu síðar hafi Represent skipt um framleiðanda án vitundar meðlima Spice Girls og forsvarsmanna Comic Relief. Fyrirtækið hefur gefið það út að það beri fulla ábyrgð á málinu og kveðst tilbúið að endurgreiða öllum þeim sem keypt hefðu boli af fyrirtækinu. Þá hafa Spice Girls hvatt fyrirtækið til þess að gefa allann ágóða af braskinu til góðgerðarfélaga sem berjast gegn vinnu við ómannúðlegar aðstæður í verksmiðjum eins og þeirri sem bolirnir voru framleiddir í. Interstoff Apparels, fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna sem framleiddi bolina, segist ætla að hefja rannsókn á málinu, þrátt fyrir að hafa einnig sagt að ásakanir um bág vinnuskilyrði séu „einfaldlega ekki sannar.“ Bangladess Bretland Tónlist Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Bolir sem framleiddir voru undir merkjum bresku stúlknasveitarinnar Spice Girls voru framleiddir í verksmiðjum í Bangladess þar sem starfsfólk vann við afar slæmar aðstæður. Starfsmennirnir, sem flestir eru konur, segjast hafa verið áreittir og svívirtir af yfirmönnum sínum. Guardian greinir frá þessu. Bolirnir voru hluti af söfnunarátaki fyrir kynjajafnréttisherferð góðgerðasamtakanna Comic Relief. Á bolnum var áletrunin #IWannaBeASpiceGirl, en á íslensku myndi það útlistast sem #ÉgVilVeraKryddPía. Bolirnir voru seldir á tæp 20 bresk pund , eða um 3130 krónur og þar af runnu rúmlega 11 pund, eða um 1725 krónur til góðgerðasamtakanna. Starfsfólkinu sem framleiddi bolina í Bangladess voru hins vegar greidd lúsarlaun, eða 35 pence á tímann. Það eru um 54 íslenskar krónur. Í samtali við Guardian sagði einn starfsmanna verksmiðjunnar, sem er að hluta til í eigu ráðherra í ríkisstjórn Bangladess, að vinnuaðstæður væri hræðilegar. „Við fáum ekki nóg borgað og við vinnum við ómannúðlegar aðstæður.“Spice Girls, eða Kryddpíurnar eins og þær heita á okkar ástkæra ylhýra, eru ekki taldar hafa vitað að bolirnir væru framleiddir með þeim hætti sem raun ber vitni.Eamonn McCormack/GettyÓlíklegt að sveitin eða samtökin hafi vitað af málinu Ekkert bendir til þess að Spice Girls eða Comic Relief hafi vitað við hvaða aðstæður bolirnir voru framleiddir. Í yfirlýsingum beggja aðila sagði að bakgrunnur smásölufyrirtækisins Represent, sem sá um sölu bolanna í nafni Spice Girs, hafi verið kannaður og farið hafi fram úttekt á siðferðisstöðlum fyrirtækisins. Stuttu síðar hafi Represent skipt um framleiðanda án vitundar meðlima Spice Girls og forsvarsmanna Comic Relief. Fyrirtækið hefur gefið það út að það beri fulla ábyrgð á málinu og kveðst tilbúið að endurgreiða öllum þeim sem keypt hefðu boli af fyrirtækinu. Þá hafa Spice Girls hvatt fyrirtækið til þess að gefa allann ágóða af braskinu til góðgerðarfélaga sem berjast gegn vinnu við ómannúðlegar aðstæður í verksmiðjum eins og þeirri sem bolirnir voru framleiddir í. Interstoff Apparels, fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna sem framleiddi bolina, segist ætla að hefja rannsókn á málinu, þrátt fyrir að hafa einnig sagt að ásakanir um bág vinnuskilyrði séu „einfaldlega ekki sannar.“
Bangladess Bretland Tónlist Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira