„Blóðrauður ofurmáni“ líklega illsjáanlegur í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 17:49 Máninn mun taka á sig rauðan blæ í myrkvanum í nótt. Nicoló Campo/Getty Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann. Geimurinn Veður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann.
Geimurinn Veður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira