„Blóðrauður ofurmáni“ líklega illsjáanlegur í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 17:49 Máninn mun taka á sig rauðan blæ í myrkvanum í nótt. Nicoló Campo/Getty Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann. Geimurinn Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann.
Geimurinn Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira