Mikið af heitu vatni hefur fundist fyrir Selfyssinga 20. janúar 2019 00:45 Íbúar á Selfossi þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á heitu vatni á næstu árum því mikið af slíku vatni hefur fundist í nýrri vinnsluholu þar sem jarðborinn Sleipnir fer niður á tvo og hálfan kílómetra eftir vatninu. Vatnið er á milli áttatíu og níutíu gráðu heitt. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi borar nýju holuna með jarðbornum Sleipni frá Jarðborunum. Landsvæðið heitir Ósabotnar skammt frá Laugardælum í Flóahreppi en það eru Selfossveitur sem standa að borun holunnar. Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, staðsetti nýju vinnsluholu samkvæmt sprungumælingum úr nærliggjandi rannsóknarholu. Mikil ánægja er með allt heita vatnið sem hefur fundist og mun tryggja íbúum á Selfoss nóg af heitu vatni næstu árin. „Við duttum í lukkupottinn því við höfum verið á nippi undan farin ár með að afla heits vatns fyrir svæðið en eins og flestir vita þá hefur verið ör íbúafjölgun á svæðinu þannig að við duttum svo sannarlega í lukkupottinn“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar. Tómas Ellert segir að borunin kosti Selfossveitur um 200 milljónir króna. Vatnið upp úr holunni er 80 til 90 gráðu heitt en ekki er vitað á þessari stundu hvað magnað verður mikið en það lofar góðu. En hvenær verður byrjað að nota nýja vatnið ? „Þetta verður klárt og sett inn á kerfið okkar fyrir næsta vetur þannig að við þurfum ekki að neinar áhyggjur næsta vetur, það verður engum sundlaugum loða eða neitt slíkt“. Tómas Ellert er í skýjunum yfir góðum árangri við borunina í Ósabotnum enda nóg af heitu vatni í holunni.Magnús HlynurEn stendur til að bora meira eftir heitu vatni á svæðinu ? „Já, næsta hola er hér við bakka Hvítár, þar verður byrjað í vor að bora. Við höfum borað líka fyrir utan á á Selfoss eins og það er kallað. Sú hola heppnaðist líka vel og er komin í hluta til í vinnslu og hún mun anna svæðinu fyrir utan á þannig að við þurfum ekki að dæla vatni lengur yfir Ölfusárbrú til að anna því svæði“, bætir Tómas Ellert við um leið og hann bætir því við að það sé frábært að finna svona mikið að heitu vatni.Á heimasíðu ÍSOR er hægt að sjá frekari upplýsingar um nýju vinnsluholuna í Ósabotnum Árborg Flóahreppur Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Íbúar á Selfossi þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á heitu vatni á næstu árum því mikið af slíku vatni hefur fundist í nýrri vinnsluholu þar sem jarðborinn Sleipnir fer niður á tvo og hálfan kílómetra eftir vatninu. Vatnið er á milli áttatíu og níutíu gráðu heitt. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi borar nýju holuna með jarðbornum Sleipni frá Jarðborunum. Landsvæðið heitir Ósabotnar skammt frá Laugardælum í Flóahreppi en það eru Selfossveitur sem standa að borun holunnar. Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, staðsetti nýju vinnsluholu samkvæmt sprungumælingum úr nærliggjandi rannsóknarholu. Mikil ánægja er með allt heita vatnið sem hefur fundist og mun tryggja íbúum á Selfoss nóg af heitu vatni næstu árin. „Við duttum í lukkupottinn því við höfum verið á nippi undan farin ár með að afla heits vatns fyrir svæðið en eins og flestir vita þá hefur verið ör íbúafjölgun á svæðinu þannig að við duttum svo sannarlega í lukkupottinn“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar. Tómas Ellert segir að borunin kosti Selfossveitur um 200 milljónir króna. Vatnið upp úr holunni er 80 til 90 gráðu heitt en ekki er vitað á þessari stundu hvað magnað verður mikið en það lofar góðu. En hvenær verður byrjað að nota nýja vatnið ? „Þetta verður klárt og sett inn á kerfið okkar fyrir næsta vetur þannig að við þurfum ekki að neinar áhyggjur næsta vetur, það verður engum sundlaugum loða eða neitt slíkt“. Tómas Ellert er í skýjunum yfir góðum árangri við borunina í Ósabotnum enda nóg af heitu vatni í holunni.Magnús HlynurEn stendur til að bora meira eftir heitu vatni á svæðinu ? „Já, næsta hola er hér við bakka Hvítár, þar verður byrjað í vor að bora. Við höfum borað líka fyrir utan á á Selfoss eins og það er kallað. Sú hola heppnaðist líka vel og er komin í hluta til í vinnslu og hún mun anna svæðinu fyrir utan á þannig að við þurfum ekki að dæla vatni lengur yfir Ölfusárbrú til að anna því svæði“, bætir Tómas Ellert við um leið og hann bætir því við að það sé frábært að finna svona mikið að heitu vatni.Á heimasíðu ÍSOR er hægt að sjá frekari upplýsingar um nýju vinnsluholuna í Ósabotnum
Árborg Flóahreppur Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira