Óhófleg framúrkeyrsla óalgeng hjá ríkinu samkvæmt skýrslu Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2019 11:32 Kostnaðarstjórnun hins opinbera við framkvæmdir hefur batnað síðustu ár. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri skýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) heyrir til undantekninga að veruleg frávik verði frá kostnaðaráætlunum við opinberar framkvæmdi á hennar vegum hér á landi. Að undanförnu hefur verið fjallað talsvert um ýmsar framkvæmdir sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlunum. Í skýrslu FSR kemur hins vegar fram að áætlanagerð í framkvæmdum er heilt á litið í góðu horfi núorðið hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslunni eru teknar fyrir þær opinberu framkvæmdir sem Framkvæmdasýsla ríkisins hafði umsjón með, alls 139 talsins, sem lauk á árabilinu 1998 til 2016.Skýrsla FSRRannsóknastofa á Keldum fram úr áætlun um 69,3% Kostnaðarstjórnun hins opinbera hefur batnað síðustu ár en á fyrri hluta tímabilsins var framúrkeyrsla 7,7% en á seinni hluta 1,9%. Meðal þeirra verkefna sem fóru hvað mest fram úr áætlun á tímabili voru endurbætur á Þjóðminjasafni, þar fór kostnaður 36,3% fram úr áætlun, 980,8 m.kr. Einnig fór ný öryggisrannsóknarstofa á Keldum fram úr kostnaðaráætlun um 69,3% eða 128 m.kr. Meðal verkefna sem kostuðu mun minna en gert var ráð fyrir voru snjóflóðagarðar á Seyðisfirði, Ólafsfirði og í Neskaupstað. Utanhúss viðgerðir á Læknagarði, húsnæði Háskóla Íslands kostuðu 43,8 m. kr minna en gert var ráð fyrir, nam það 40,1%. Að sama skapi var kostnaður við utanhúsviðgerðir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 50,7% minni en gert hafði verið ráð fyrir. Verkefni sem stóðust hvað best kostnaðaráætlun voru til að mynda, Barnaspítali Hringsins (-0,2% frávik), snjóflóðavarnir í Bolungarvík (0,4% frávik).Sjá má að mest frávik voru frá áætlunum við endurbætur innanhúss.Skýrsla FSRMörg stór verkefni framundan Um helmingur verkefnanna flokkast undir minni nýbyggingar og stór endurbótaverkefni innanhúss og er algengast að verkefnin tengist heilbrigðisstofnunum. Flestar framkvæmdirnar voru á höfuðborgarsvæðinu. „Þrátt fyrir að dæmi séu um einstaka opinberar framkvæmdir á vegum FSR sem fari fram úr áætlunum þá er niðurstaðan sú að óhófleg framúrkeyrsla er fremur óalgeng hjá ríkinu,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSR í fréttatilkynningu FSR. „Fram undan eru mörg stór verkefni. Margar opinberar byggingar eru nú komnar á tíma varðandi viðhald og við vitum að standsetning eldri mannvirkja er flóknari og við byggjum æ oftar í þéttri byggð og grónum hverfum, sem hefur talsverð áhrif á flækjustig framkvæmda. Hlutverk Framkvæmdasýslunnar er að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna ríkisins við nýbyggingar og viðhald og við höfum sett markið á að efla enn frekar áætlunargerð sem lykilhæfni í okkar starfi,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir.Í skýrslunni eru einungis meðtaldar þær opinberu framkvæmdir sem FSR hefur umsjón með. Þar eru ekki meðtalin framkvæmdir sveitarfélaga, Vegagerðarinnar, Landspítalans og Háskóla Íslands að stórum hluta né opinberra hlutafélaga eins og Landsvirkjunar og ISAVIA. Stjórnsýsla Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) heyrir til undantekninga að veruleg frávik verði frá kostnaðaráætlunum við opinberar framkvæmdi á hennar vegum hér á landi. Að undanförnu hefur verið fjallað talsvert um ýmsar framkvæmdir sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlunum. Í skýrslu FSR kemur hins vegar fram að áætlanagerð í framkvæmdum er heilt á litið í góðu horfi núorðið hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslunni eru teknar fyrir þær opinberu framkvæmdir sem Framkvæmdasýsla ríkisins hafði umsjón með, alls 139 talsins, sem lauk á árabilinu 1998 til 2016.Skýrsla FSRRannsóknastofa á Keldum fram úr áætlun um 69,3% Kostnaðarstjórnun hins opinbera hefur batnað síðustu ár en á fyrri hluta tímabilsins var framúrkeyrsla 7,7% en á seinni hluta 1,9%. Meðal þeirra verkefna sem fóru hvað mest fram úr áætlun á tímabili voru endurbætur á Þjóðminjasafni, þar fór kostnaður 36,3% fram úr áætlun, 980,8 m.kr. Einnig fór ný öryggisrannsóknarstofa á Keldum fram úr kostnaðaráætlun um 69,3% eða 128 m.kr. Meðal verkefna sem kostuðu mun minna en gert var ráð fyrir voru snjóflóðagarðar á Seyðisfirði, Ólafsfirði og í Neskaupstað. Utanhúss viðgerðir á Læknagarði, húsnæði Háskóla Íslands kostuðu 43,8 m. kr minna en gert var ráð fyrir, nam það 40,1%. Að sama skapi var kostnaður við utanhúsviðgerðir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 50,7% minni en gert hafði verið ráð fyrir. Verkefni sem stóðust hvað best kostnaðaráætlun voru til að mynda, Barnaspítali Hringsins (-0,2% frávik), snjóflóðavarnir í Bolungarvík (0,4% frávik).Sjá má að mest frávik voru frá áætlunum við endurbætur innanhúss.Skýrsla FSRMörg stór verkefni framundan Um helmingur verkefnanna flokkast undir minni nýbyggingar og stór endurbótaverkefni innanhúss og er algengast að verkefnin tengist heilbrigðisstofnunum. Flestar framkvæmdirnar voru á höfuðborgarsvæðinu. „Þrátt fyrir að dæmi séu um einstaka opinberar framkvæmdir á vegum FSR sem fari fram úr áætlunum þá er niðurstaðan sú að óhófleg framúrkeyrsla er fremur óalgeng hjá ríkinu,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSR í fréttatilkynningu FSR. „Fram undan eru mörg stór verkefni. Margar opinberar byggingar eru nú komnar á tíma varðandi viðhald og við vitum að standsetning eldri mannvirkja er flóknari og við byggjum æ oftar í þéttri byggð og grónum hverfum, sem hefur talsverð áhrif á flækjustig framkvæmda. Hlutverk Framkvæmdasýslunnar er að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna ríkisins við nýbyggingar og viðhald og við höfum sett markið á að efla enn frekar áætlunargerð sem lykilhæfni í okkar starfi,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir.Í skýrslunni eru einungis meðtaldar þær opinberu framkvæmdir sem FSR hefur umsjón með. Þar eru ekki meðtalin framkvæmdir sveitarfélaga, Vegagerðarinnar, Landspítalans og Háskóla Íslands að stórum hluta né opinberra hlutafélaga eins og Landsvirkjunar og ISAVIA.
Stjórnsýsla Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira