Hefur áhyggjur af íbúaþróun á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2019 09:51 Gunnar Gíslason er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira