600 milljónir skornar af vegafé Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2019 20:00 400 milljónir króna verða skornar niður af vegaframlögum til Vestfjarða á þessu ári, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram síðdegis. Þetta er langstærsta fjárhæðin til að mæta 535 milljóna hagræðingarkröfu fjárlaga en peningana átti að nota í Gufudalssveit í ár. Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð. Ekki var farin sú leið að flytja fjárveitinguna yfir í annað verkefni á Vestfjörðum á þessu ári heldur var hún alfarið skorin af fjórðungnum. Þingnefndin leggur þess í stað til fjárveitingu á árinu 2023 þannig að ekki þurfi að koma til seinkunar verkloka á veginum um Gufudalssveit. Þessu til viðbótar eru 200 milljónir króna fluttar af fjárveitingu Gufudalssveitar til að kosta sjóvarnagarð á Akranesi; 100 milljónir í ár og 100 milljónir á næsta ári, með þeim orðum að fyrir liggi að lagning Vestfjarðavegar geti fyrst hafist árið 2020. Vegna niðurrifs Sementsverksmiðjunnar séu breyttar aðstæður á Faxabraut á Akranesi sem skilgreind er sem stofnvegur. Sjór gangi yfir veginn og hamli uppbyggingu á svæðinu þar sem íbúðarbyggð er fyrirhuguð, segir í greinargerð.Frá niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. 200 milljóna fjárveiting flyst frá Vestfjarðavegi til Faxabrautar á Akranesi.vísir/anton brinkFjárveitingar til Vestfjarðavegar í Gufudalssveit lækka við þessar breytingar úr 600 milljónum króna niður í 100 milljónir í ár og á næsta ári úr 1.600 milljónum niður í 1.500 milljónir, eða samtals um 600 milljónir króna þessi tvö ár. Aðrar fjárhæðir, sem lagt er til að skornar verði niður til að mæta hagræðingarkröfunni í ár, eru tiltölulegar lágar miðað við Vestfjarðaniðurskurðinn. Það eru almennur rekstur Vegagerðarinnar um 7,3 milljónir króna, þjónusta Vegagerðarinnar um 40 milljónir króna, styrkir Vegagerðarinnar til almenningssamgangna um 27,6 milljónir króna og framkvæmdir við vita og hafnir um 2 milljónir króna. Þá verður fjárveiting til Samgöngustofu lækkuð um 37 milljónir króna og til flugvalla og flugleiðsögu um 21 milljón króna. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
400 milljónir króna verða skornar niður af vegaframlögum til Vestfjarða á þessu ári, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram síðdegis. Þetta er langstærsta fjárhæðin til að mæta 535 milljóna hagræðingarkröfu fjárlaga en peningana átti að nota í Gufudalssveit í ár. Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð. Ekki var farin sú leið að flytja fjárveitinguna yfir í annað verkefni á Vestfjörðum á þessu ári heldur var hún alfarið skorin af fjórðungnum. Þingnefndin leggur þess í stað til fjárveitingu á árinu 2023 þannig að ekki þurfi að koma til seinkunar verkloka á veginum um Gufudalssveit. Þessu til viðbótar eru 200 milljónir króna fluttar af fjárveitingu Gufudalssveitar til að kosta sjóvarnagarð á Akranesi; 100 milljónir í ár og 100 milljónir á næsta ári, með þeim orðum að fyrir liggi að lagning Vestfjarðavegar geti fyrst hafist árið 2020. Vegna niðurrifs Sementsverksmiðjunnar séu breyttar aðstæður á Faxabraut á Akranesi sem skilgreind er sem stofnvegur. Sjór gangi yfir veginn og hamli uppbyggingu á svæðinu þar sem íbúðarbyggð er fyrirhuguð, segir í greinargerð.Frá niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. 200 milljóna fjárveiting flyst frá Vestfjarðavegi til Faxabrautar á Akranesi.vísir/anton brinkFjárveitingar til Vestfjarðavegar í Gufudalssveit lækka við þessar breytingar úr 600 milljónum króna niður í 100 milljónir í ár og á næsta ári úr 1.600 milljónum niður í 1.500 milljónir, eða samtals um 600 milljónir króna þessi tvö ár. Aðrar fjárhæðir, sem lagt er til að skornar verði niður til að mæta hagræðingarkröfunni í ár, eru tiltölulegar lágar miðað við Vestfjarðaniðurskurðinn. Það eru almennur rekstur Vegagerðarinnar um 7,3 milljónir króna, þjónusta Vegagerðarinnar um 40 milljónir króna, styrkir Vegagerðarinnar til almenningssamgangna um 27,6 milljónir króna og framkvæmdir við vita og hafnir um 2 milljónir króna. Þá verður fjárveiting til Samgöngustofu lækkuð um 37 milljónir króna og til flugvalla og flugleiðsögu um 21 milljón króna.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00