Barcelona segir frá því á heimasíðu sinni í dag að Aron verði frá keppni í þrjár vikur vegna meiðsla í nára.
Aron var búinn að vera frábær með íslenska liðinu á heimsmeistaramótinu þegar hann meiddist í leik á móti Þýskalandiþ
Hinir leikmennirnir sem meiddust eru Cédric Sorhaindo, línumaður franska landsliðsins og Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins.
El Barça se queda sin Sorhaindo y Palmarsson durante semanashttps://t.co/4p02HZ8VJOpic.twitter.com/2WCwvqu3EN
— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) January 31, 2019
Aron meiddist í fyrsta leik Íslands í milliriðlinum og missti af tveimur síðustu leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu.
Meiðsli Casper Mortensen eru alvarlegust en hann þarf að leggjast á skurðarborðið. Cédric Sorhaindo verður frá í sex vikur. Báðir meiddust þeir í riðlakeppni mótsins.