Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2019 19:20 Warren var vel tekið í Lawrence í Massachusetts í dag. EPA/ CJ Gunther Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21