Ósætti um pálmatré þýsku leyniþjónustunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 11:45 Einn af pálmum Ulrich Brüschke, sem standa fyrir utan nýjar höfuðstöðvar Bundesnachrichtendienst. Getty/Steffi Loos Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk. Þýskaland Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk.
Þýskaland Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira