Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur hefur verið í meðferð að undanförnu og nú liggur fyrir að hann mun þurfa lengri tíma til að taka á sínum málum en upphaflega var gert ráð fyrir. visir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður greinir frá því að hann hafi að undanförnu verið í áfengismeðferð hjá SÁÁ. Og segir að vandi sinn sé meiri en hann hafi áttað sig á. Hann ætlar að leita sér hjálpar enn um sinn sem þýðir að Ágúst Ólafur mun ekki koma aftur til starfa á þinginu um hríð. Ágúst Ólafur tók sér hlé frá þingstörfum eftir að kvörtun blaðamannsins Báru Huldar Beck kom fram um áreiti af hans hálfu. Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið, veitti honum áminningu og hvarf hann í kjölfar þess af þinginu. Einar Kárason rithöfundur tók sæti á þinginu í vikunni sem varamaður hans og er því ljóst að hann mun verða lengur en gert var ráð fyrir. En, samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Ágúst Ólafur kæmi til starfa 18. þessa mánaðar, eða eftir kjördæmaviku þingsins. Ágúst gaf það út að hann yrði frá þinginu í tvo mánuði, í launalausu leyfi, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér 7. desember. Hann er nú kominn í veikindaleyfi, samkvæmt yfirlýsingu. (Sjá neðar.) Víst er að málið hefur reynst þingflokki Samfylkingar erfitt, en það þykir svipa til Klausturmálsins, en þingmenn Samfylkingarinnar hafa fordæmt fortakslaust tal þeirra þingmanna sem þar fóru mikinn í rausi á Klaustur bar.Ágúst Ólafur greinir frá áfengismeðferð sinni Ágúst Ólafur greindi frá fyrirætlunum sínum í pistli á Facebook sem hann birti fyrir stundu, svohljóðandi:Fyrir tveimur mánuðum tók ég mér launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að hafa sýnt af mér óforsvaranlega hegðun og fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins. Fyrir þá hegðun og þann dómgreindarbrest skammast ég mín og iðrast mjög. Ég vil biðjast aftur innilega afsökunar á háttsemi minni.Ég hef notað þennan tíma til að endurskoða líf mitt og hef ég nú lokið fyrsta mánuði af áfengismeðferð hjá SÁÁ og sú meðferð stendur enn yfir. Hjálpin sem ég hef fengið innan SÁÁ hefur komið mér í skilning um þá afneitun sem ég hef verið í gagnvart sjúkdómi mínum. Áfengi var farið að hafa mjög neikvæð áhrif á líf mitt og það er sömuleiðis sárt að vita til þess að ég hef valdið öðrum vanlíðan. Áfengisvandi minn er vitaskuld engin afsökun fyrir hegðun minni og ég ber fulla ábyrgð á mínum gjörðum.Sú ákvörðun að fara í áfengismeðferð hefur reynst mér gæfuspor. Ég hef þurft viðurkenna vanmátt minn og vera tilbúinn að þiggja aðstoð. Ég hef komist að því að vandi minn er meiri en ég hafði áttað mig á. Ég hef einnig upplifað á eigin skinni hvað sú þjónusta, fræðsla og ráðgjöf, sem SÁÁ veitir, er mikilvæg.Það er fátt sem mig langar meira en að vinna í þágu réttlátara samfélags en ég þarf að setja heilsu mína og meðferð í forgang. Ég mun því óska eftir því að fara í veikindaleyfi frá störfum mínum á Alþingi á meðan ég vinn að því að ná bata. Tíminn mun leiða í ljós hvenær ég muni taka aftur sæti á þingi. Ég vona að fólk sýni þeirri ákvörðun skilning. Alþingi MeToo Samfylkingin Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Óðum styttist í að þingmaðurinn snúi aftur á Alþingi. 31. janúar 2019 15:05 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður greinir frá því að hann hafi að undanförnu verið í áfengismeðferð hjá SÁÁ. Og segir að vandi sinn sé meiri en hann hafi áttað sig á. Hann ætlar að leita sér hjálpar enn um sinn sem þýðir að Ágúst Ólafur mun ekki koma aftur til starfa á þinginu um hríð. Ágúst Ólafur tók sér hlé frá þingstörfum eftir að kvörtun blaðamannsins Báru Huldar Beck kom fram um áreiti af hans hálfu. Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið, veitti honum áminningu og hvarf hann í kjölfar þess af þinginu. Einar Kárason rithöfundur tók sæti á þinginu í vikunni sem varamaður hans og er því ljóst að hann mun verða lengur en gert var ráð fyrir. En, samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Ágúst Ólafur kæmi til starfa 18. þessa mánaðar, eða eftir kjördæmaviku þingsins. Ágúst gaf það út að hann yrði frá þinginu í tvo mánuði, í launalausu leyfi, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér 7. desember. Hann er nú kominn í veikindaleyfi, samkvæmt yfirlýsingu. (Sjá neðar.) Víst er að málið hefur reynst þingflokki Samfylkingar erfitt, en það þykir svipa til Klausturmálsins, en þingmenn Samfylkingarinnar hafa fordæmt fortakslaust tal þeirra þingmanna sem þar fóru mikinn í rausi á Klaustur bar.Ágúst Ólafur greinir frá áfengismeðferð sinni Ágúst Ólafur greindi frá fyrirætlunum sínum í pistli á Facebook sem hann birti fyrir stundu, svohljóðandi:Fyrir tveimur mánuðum tók ég mér launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að hafa sýnt af mér óforsvaranlega hegðun og fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins. Fyrir þá hegðun og þann dómgreindarbrest skammast ég mín og iðrast mjög. Ég vil biðjast aftur innilega afsökunar á háttsemi minni.Ég hef notað þennan tíma til að endurskoða líf mitt og hef ég nú lokið fyrsta mánuði af áfengismeðferð hjá SÁÁ og sú meðferð stendur enn yfir. Hjálpin sem ég hef fengið innan SÁÁ hefur komið mér í skilning um þá afneitun sem ég hef verið í gagnvart sjúkdómi mínum. Áfengi var farið að hafa mjög neikvæð áhrif á líf mitt og það er sömuleiðis sárt að vita til þess að ég hef valdið öðrum vanlíðan. Áfengisvandi minn er vitaskuld engin afsökun fyrir hegðun minni og ég ber fulla ábyrgð á mínum gjörðum.Sú ákvörðun að fara í áfengismeðferð hefur reynst mér gæfuspor. Ég hef þurft viðurkenna vanmátt minn og vera tilbúinn að þiggja aðstoð. Ég hef komist að því að vandi minn er meiri en ég hafði áttað mig á. Ég hef einnig upplifað á eigin skinni hvað sú þjónusta, fræðsla og ráðgjöf, sem SÁÁ veitir, er mikilvæg.Það er fátt sem mig langar meira en að vinna í þágu réttlátara samfélags en ég þarf að setja heilsu mína og meðferð í forgang. Ég mun því óska eftir því að fara í veikindaleyfi frá störfum mínum á Alþingi á meðan ég vinn að því að ná bata. Tíminn mun leiða í ljós hvenær ég muni taka aftur sæti á þingi. Ég vona að fólk sýni þeirri ákvörðun skilning.
Alþingi MeToo Samfylkingin Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Óðum styttist í að þingmaðurinn snúi aftur á Alþingi. 31. janúar 2019 15:05 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Óðum styttist í að þingmaðurinn snúi aftur á Alþingi. 31. janúar 2019 15:05
Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05