Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 12:00 Teikning af Rosalind Franklin á yfirborð Mars. Vísir/ESA Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur opinberað nafn nýs Mars-fars sem skjóta á til rauðu plánetunnar á næsta ári. Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Nafnið Rosalind Franklin var valið úr rúmlega 36 þúsund tillögum. Rosalind Elsie Franklin var breskur efnafræðingur sem kom meðal annars að uppgötvun uppbyggingar erfðaefnis. Á vef ESA segir að vélmennið verði fyrsta Mars-farið sem búi bæði yfir getu til að ferðast um að bora í yfirborð plánetunnar. Rosalind Franklin mun bora allt að tvo metra undir yfirborðið, taka þaðan sýni, greina sýnin og leita vísbendinga um leifar lífs eða mögulega núverandi lífs.Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan.Sjá einnig: Fundu stöðuvatn neðanjarðar á MarsRosalind mun senda niðurstöður sínar og aðrar upplýsingar til jarðarinnar í gegnum geimfarið Trace Gas Orbiter, sem er á sporbraut um Mars og notað er til að kanna andrúmsloft plánetunnar og þá sérstaklega með því markmiði að finna agnir af gasi sem gætu komið frá lífverum eða lífrænum efnum. Til stendur að lenda vélmenninu á stað sem nefnist Oxia Planum. Það svæði er nærri miðbaug Mars og er talið að þar hafi áður verið mikið vatn. Því þyki mögulegt að finna ummerki lífs þar. ESA hefur einnig hug á því að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar og er undirbúningur fyrir slíkt verkefni þegar hafinn í samstarfi við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA).David Parker, yfirmaður hjá ESA, segir slíkt vera mikið og erfitt verk. Það fæli í sér fjölmörg verkefni þar sem hvert væri hinu erfiðara og flóknara. Our #ExoMars @ESA_MarsRover has a name: Rosalind Franklin! The prominent scientist behind the discovery of the structure of #DNA will leave her symbolic footprint on #Mars in 2021. https://t.co/BNbJTaUkB2 #ScienceAtESA #ScienceIsEverywhere #OnceExplorersAlwaysExplorers pic.twitter.com/tQP71sZun0— ESA (@esa) February 7, 2019 Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur opinberað nafn nýs Mars-fars sem skjóta á til rauðu plánetunnar á næsta ári. Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Nafnið Rosalind Franklin var valið úr rúmlega 36 þúsund tillögum. Rosalind Elsie Franklin var breskur efnafræðingur sem kom meðal annars að uppgötvun uppbyggingar erfðaefnis. Á vef ESA segir að vélmennið verði fyrsta Mars-farið sem búi bæði yfir getu til að ferðast um að bora í yfirborð plánetunnar. Rosalind Franklin mun bora allt að tvo metra undir yfirborðið, taka þaðan sýni, greina sýnin og leita vísbendinga um leifar lífs eða mögulega núverandi lífs.Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan.Sjá einnig: Fundu stöðuvatn neðanjarðar á MarsRosalind mun senda niðurstöður sínar og aðrar upplýsingar til jarðarinnar í gegnum geimfarið Trace Gas Orbiter, sem er á sporbraut um Mars og notað er til að kanna andrúmsloft plánetunnar og þá sérstaklega með því markmiði að finna agnir af gasi sem gætu komið frá lífverum eða lífrænum efnum. Til stendur að lenda vélmenninu á stað sem nefnist Oxia Planum. Það svæði er nærri miðbaug Mars og er talið að þar hafi áður verið mikið vatn. Því þyki mögulegt að finna ummerki lífs þar. ESA hefur einnig hug á því að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar og er undirbúningur fyrir slíkt verkefni þegar hafinn í samstarfi við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA).David Parker, yfirmaður hjá ESA, segir slíkt vera mikið og erfitt verk. Það fæli í sér fjölmörg verkefni þar sem hvert væri hinu erfiðara og flóknara. Our #ExoMars @ESA_MarsRover has a name: Rosalind Franklin! The prominent scientist behind the discovery of the structure of #DNA will leave her symbolic footprint on #Mars in 2021. https://t.co/BNbJTaUkB2 #ScienceAtESA #ScienceIsEverywhere #OnceExplorersAlwaysExplorers pic.twitter.com/tQP71sZun0— ESA (@esa) February 7, 2019
Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira