Edda í „samfélagsmiðladetoxi“ í Höfðaborg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 15:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Eddu Hannesdóttur CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði frábæra hluti í Höfðaborg í Suður-Afríku um síðustu helgi og nú er komið að þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur. Fyrsta mótið hjá Guðlaugu Eddu á tímabilinu er nefnilega Cape Town World Cup mót í Höfðaborg í Suður-Afríku. Mótið fer fram á sunnudaginn. Guðlaug Edda vinnur að því að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda hefur verið dugleg að leyfa áhugasömum að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum en ákvað að gera smá breytingu á því. „Góðan daginn gott fólk. Axel hérna, en ég mun gefa fréttir af Guðlaugu í Cape Town World Cup keppninni þar sem hún er í samfélagsmiðladetoxi þar til eftir keppni til þess að undirbúa sig. Ef þið hafið sent henni skilaboð og ekki fengið svar þá er það vegna þessa,“ skrifar Axel inn á fésbókarsíðu Guðlaugar Eddu. Það tók þau sólarhring að komast til Suður-Afríku og Edda er byrjuð að venjast aðstæðum. „Vatnið er mjög kalt (ca 13 gráður), en samt sem áður hár lofthiti (ca 30 gráður). Bæði hjóla- og hlaupabrautirnar eru frekar flatar. Það eru nokkrir tæknilegir hlutar á hjólabrautinni og því mikilvægt að staðsetja sig vel í hópnum. Við fundum góða sundlaug í gær til þess að æfa í og erum með ferðatrainer til þess að hjóla á inni þar sem það er ekki mjög öruggt að fara ein út að hjóla hérna,“ skrifar Axel. „Síðustu mánuður hafa verið krefjandi og þroskandi fyrir okkur bæði, enda var ekkert djók að núllstilla sig aftur eftir heilahristing og ofþjálfun í fyrra. Þess vegna erum við enn spenntari fyrir þessari keppni, og ég finn að Guðlaugu langar mikið að keppa aftur,“ skrifar Axel eins og sjá má hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Ætlar sér á ÓL í Tókýó 2020 en greindist með iðraólgu: Lætur „Neikvæða Jón“ ekki stoppa sig Þetta sumar hefur reynt mikið á íslensku þrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem ætlar sér að komast á ÓL 2020 en hún fékk heilahristing í byrjun sumar og greindist svo með iðraólgu og mögulega sáraristilbólgu á dögunum. 4. september 2018 10:30 „Efaðist um það hvort mér myndi einhvern tímann líða vel aftur“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur glímt við miklar afleiðingar heilahristings sem hún varð fyrir í sumar eftir fall í keppni. Hún segist hafa farið alltof fljótt af stað aftur og ráðleggur öðrum að læra af sinni reynslu. 21. nóvember 2018 12:00 Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. 1. febrúar 2019 13:30 Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. 7. janúar 2019 14:30 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði frábæra hluti í Höfðaborg í Suður-Afríku um síðustu helgi og nú er komið að þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur. Fyrsta mótið hjá Guðlaugu Eddu á tímabilinu er nefnilega Cape Town World Cup mót í Höfðaborg í Suður-Afríku. Mótið fer fram á sunnudaginn. Guðlaug Edda vinnur að því að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda hefur verið dugleg að leyfa áhugasömum að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum en ákvað að gera smá breytingu á því. „Góðan daginn gott fólk. Axel hérna, en ég mun gefa fréttir af Guðlaugu í Cape Town World Cup keppninni þar sem hún er í samfélagsmiðladetoxi þar til eftir keppni til þess að undirbúa sig. Ef þið hafið sent henni skilaboð og ekki fengið svar þá er það vegna þessa,“ skrifar Axel inn á fésbókarsíðu Guðlaugar Eddu. Það tók þau sólarhring að komast til Suður-Afríku og Edda er byrjuð að venjast aðstæðum. „Vatnið er mjög kalt (ca 13 gráður), en samt sem áður hár lofthiti (ca 30 gráður). Bæði hjóla- og hlaupabrautirnar eru frekar flatar. Það eru nokkrir tæknilegir hlutar á hjólabrautinni og því mikilvægt að staðsetja sig vel í hópnum. Við fundum góða sundlaug í gær til þess að æfa í og erum með ferðatrainer til þess að hjóla á inni þar sem það er ekki mjög öruggt að fara ein út að hjóla hérna,“ skrifar Axel. „Síðustu mánuður hafa verið krefjandi og þroskandi fyrir okkur bæði, enda var ekkert djók að núllstilla sig aftur eftir heilahristing og ofþjálfun í fyrra. Þess vegna erum við enn spenntari fyrir þessari keppni, og ég finn að Guðlaugu langar mikið að keppa aftur,“ skrifar Axel eins og sjá má hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Ætlar sér á ÓL í Tókýó 2020 en greindist með iðraólgu: Lætur „Neikvæða Jón“ ekki stoppa sig Þetta sumar hefur reynt mikið á íslensku þrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem ætlar sér að komast á ÓL 2020 en hún fékk heilahristing í byrjun sumar og greindist svo með iðraólgu og mögulega sáraristilbólgu á dögunum. 4. september 2018 10:30 „Efaðist um það hvort mér myndi einhvern tímann líða vel aftur“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur glímt við miklar afleiðingar heilahristings sem hún varð fyrir í sumar eftir fall í keppni. Hún segist hafa farið alltof fljótt af stað aftur og ráðleggur öðrum að læra af sinni reynslu. 21. nóvember 2018 12:00 Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. 1. febrúar 2019 13:30 Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. 7. janúar 2019 14:30 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
Ætlar sér á ÓL í Tókýó 2020 en greindist með iðraólgu: Lætur „Neikvæða Jón“ ekki stoppa sig Þetta sumar hefur reynt mikið á íslensku þrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem ætlar sér að komast á ÓL 2020 en hún fékk heilahristing í byrjun sumar og greindist svo með iðraólgu og mögulega sáraristilbólgu á dögunum. 4. september 2018 10:30
„Efaðist um það hvort mér myndi einhvern tímann líða vel aftur“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur glímt við miklar afleiðingar heilahristings sem hún varð fyrir í sumar eftir fall í keppni. Hún segist hafa farið alltof fljótt af stað aftur og ráðleggur öðrum að læra af sinni reynslu. 21. nóvember 2018 12:00
Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. 1. febrúar 2019 13:30
Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. 7. janúar 2019 14:30