Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 6. febrúar 2019 06:45 Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið á sunnudag. Vísir/Vilhelm Konur sem stigið hafa fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hendi fyrrverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, segjast finna fyrir miklum styrk og krafti og að þær séu ekki lengur hræddar. Tuttugu og þrjár sögur voru birtar á mánudagsmorgun eftir að Jón Baldvin hafði haldið uppi vörnum í þættinum Silfrinu á RÚV daginn áður. Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, segist finna fyrir miklum krafti og vera þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Um leið segir hún varnartilburði Jóns Baldvins fyrirsjáanlega. „Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Baldvin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður,“ segir Guðrún. „Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viðurkenna sinn hlut.“ Frá því fjórar konur sögðu sögu sína í Stundinni um miðjan síðasta mánuð hafa fleiri konur viljað koma fram með sögur sínar. Hundruð kvenna skipa nú hóp á Facebook sem helgaður er meintri áreitni Jóns Baldvins í garð kvenna, frá því að vera mjög nýlegar sögur allt til þess tíma er hann var kennari á Ísafirði fyrir um hálfri öld. Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva þurfi bókaútgáfu eða fyrirlestraröð, líkt og Jón Baldvin hefur gert. „Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opinbera smánun þá skal hafa það hugfast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega,“ bætir Guðrún við. Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins, hefur sagt sína sögu af Jóni á námsárum hans í Edinborg. Hún segir illa farið með dóttur Jóns og segir það fyrir neðan allar hellur hvernig talað sé um hana. „Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að viðgangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV“ segir Margrét. „Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu,“ segir Margrét og bætir við: „Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 „Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44 Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Konur sem stigið hafa fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hendi fyrrverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, segjast finna fyrir miklum styrk og krafti og að þær séu ekki lengur hræddar. Tuttugu og þrjár sögur voru birtar á mánudagsmorgun eftir að Jón Baldvin hafði haldið uppi vörnum í þættinum Silfrinu á RÚV daginn áður. Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, segist finna fyrir miklum krafti og vera þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Um leið segir hún varnartilburði Jóns Baldvins fyrirsjáanlega. „Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Baldvin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður,“ segir Guðrún. „Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viðurkenna sinn hlut.“ Frá því fjórar konur sögðu sögu sína í Stundinni um miðjan síðasta mánuð hafa fleiri konur viljað koma fram með sögur sínar. Hundruð kvenna skipa nú hóp á Facebook sem helgaður er meintri áreitni Jóns Baldvins í garð kvenna, frá því að vera mjög nýlegar sögur allt til þess tíma er hann var kennari á Ísafirði fyrir um hálfri öld. Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva þurfi bókaútgáfu eða fyrirlestraröð, líkt og Jón Baldvin hefur gert. „Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opinbera smánun þá skal hafa það hugfast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega,“ bætir Guðrún við. Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins, hefur sagt sína sögu af Jóni á námsárum hans í Edinborg. Hún segir illa farið með dóttur Jóns og segir það fyrir neðan allar hellur hvernig talað sé um hana. „Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að viðgangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV“ segir Margrét. „Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu,“ segir Margrét og bætir við: „Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 „Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44 Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
„Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44