Koenigsegg og NEVS í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Koenigsegg bíll á bílsýningu. Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf. NEVS er í eigu kínverskra og sænskra aðila. Samstarfið gengur út á þróun rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í nokkuð meiri mæli en hin takmarkaða bílaframleiðsla Koenigsegg hefur hingað til verið í. Því verður þekking NEVS á rafmagnsvæðingu bíla notuð í bíla frá Koenigsegg og mun fjárfesting NEVS verða yfir 20 milljarðar króna til þessa samstarfs. Á móti mun NEVS eignast um 20% í Koenigsegg. Stofnuð verður sérstök eining kringum þetta samstarf þar sem NEVS mun eiga 65% hlut og Koenigsegg 35%. Framlag Koenigsegg til samstarfsins verður helst í formi hönnunar, tækni og þekkingar á smíði vandaðra bíla. Bílarnir verða smíðaðir í gömlu verksmiðjum Saab í Trollhättan í Svíþjóð. Spennandi verður að sjá afurðir þessa nýstofnaða fyrirtækis með ofurbílaþekkingu Koenigsegg og þekkingu á rafvæðingu bíla frá NEVS. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf. NEVS er í eigu kínverskra og sænskra aðila. Samstarfið gengur út á þróun rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í nokkuð meiri mæli en hin takmarkaða bílaframleiðsla Koenigsegg hefur hingað til verið í. Því verður þekking NEVS á rafmagnsvæðingu bíla notuð í bíla frá Koenigsegg og mun fjárfesting NEVS verða yfir 20 milljarðar króna til þessa samstarfs. Á móti mun NEVS eignast um 20% í Koenigsegg. Stofnuð verður sérstök eining kringum þetta samstarf þar sem NEVS mun eiga 65% hlut og Koenigsegg 35%. Framlag Koenigsegg til samstarfsins verður helst í formi hönnunar, tækni og þekkingar á smíði vandaðra bíla. Bílarnir verða smíðaðir í gömlu verksmiðjum Saab í Trollhättan í Svíþjóð. Spennandi verður að sjá afurðir þessa nýstofnaða fyrirtækis með ofurbílaþekkingu Koenigsegg og þekkingu á rafvæðingu bíla frá NEVS.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent