Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Sylvía Hall skrifar 3. febrúar 2019 11:56 Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. „Sannleikurinn er sá að ef ég ætti að lýsa líðan minni líður mér eins og ég sé hér á sakamannabekk,“ sagði Jón Baldvin í upphafi viðtalsins. Viðtalið er það fyrsta sem hann samþykkir til þess að ræða fyrrnefndar ásakanir. Þá segir Jón Baldvin að hann hafi verið „dæmdur án dóms og laga“ í þessum málum og ástæðan sé meðal annars sú að fáir trúi því að svo margar sögur geti komið fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Hann segir aðeins eitt mál hafa farið í gegnum réttarkerfið. „Þetta sætti rannsókn, ég var yfirheyrður, gögn voru lögð fram og það voru vitnaleiðslur“ segir Jón Baldvin og bætir við að kærunni var vísað frá. Hann segir málið hafa verið notað til að draga upp þá mynd að hann sé barnaníðingur. „Svo segir fullt af fólki að ég sé samt sekur.“ Vísir/Vilhelm Segir bréf til systurdóttur sinnar hafa verið dómgreindarbrest Í viðtalinu var komið inn á bréfaskrif Jóns Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, en hún steig fram í viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greindi frá klámfengnum bréfum fyrrum ráðherrans til sín þegar hún var aðeins 16 og 17 ára gömul. „Um leið og ég áttaði mig á þessum dómgreindarbresti var ég ekkert að fela neitt að færast undan, ég hef beðist afsökunar, ég hef beðist fyrirgefningar, ég skrifaði þegar í stað afsökunarbréf til Guðrúnar,“ sagði Jón Baldvin. Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi, benti honum þá á að þrátt fyrir afsökunarbeiðni skuldaði Guðrún honum ekki fyrirgefningu. „Ég á enga kröfu á fyrirgefningu en ég leitaði eftir fyrirgefningu á grundvelli afsökunar og iðrunar,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að hann gæti engum öðrum kennt um nema sjálfum sér. Hann hafði ollið því að stórfjölskyldan klofnaði í tvennt vegna málsins. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. „Sannleikurinn er sá að ef ég ætti að lýsa líðan minni líður mér eins og ég sé hér á sakamannabekk,“ sagði Jón Baldvin í upphafi viðtalsins. Viðtalið er það fyrsta sem hann samþykkir til þess að ræða fyrrnefndar ásakanir. Þá segir Jón Baldvin að hann hafi verið „dæmdur án dóms og laga“ í þessum málum og ástæðan sé meðal annars sú að fáir trúi því að svo margar sögur geti komið fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Hann segir aðeins eitt mál hafa farið í gegnum réttarkerfið. „Þetta sætti rannsókn, ég var yfirheyrður, gögn voru lögð fram og það voru vitnaleiðslur“ segir Jón Baldvin og bætir við að kærunni var vísað frá. Hann segir málið hafa verið notað til að draga upp þá mynd að hann sé barnaníðingur. „Svo segir fullt af fólki að ég sé samt sekur.“ Vísir/Vilhelm Segir bréf til systurdóttur sinnar hafa verið dómgreindarbrest Í viðtalinu var komið inn á bréfaskrif Jóns Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, en hún steig fram í viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greindi frá klámfengnum bréfum fyrrum ráðherrans til sín þegar hún var aðeins 16 og 17 ára gömul. „Um leið og ég áttaði mig á þessum dómgreindarbresti var ég ekkert að fela neitt að færast undan, ég hef beðist afsökunar, ég hef beðist fyrirgefningar, ég skrifaði þegar í stað afsökunarbréf til Guðrúnar,“ sagði Jón Baldvin. Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi, benti honum þá á að þrátt fyrir afsökunarbeiðni skuldaði Guðrún honum ekki fyrirgefningu. „Ég á enga kröfu á fyrirgefningu en ég leitaði eftir fyrirgefningu á grundvelli afsökunar og iðrunar,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að hann gæti engum öðrum kennt um nema sjálfum sér. Hann hafði ollið því að stórfjölskyldan klofnaði í tvennt vegna málsins.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36
Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00
Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32
Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30