Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist umfram spár Sighvatur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 12:15 Afkastageta Hellisheiðarvirkjunar eykst um 30% í kjölfar stækkunar sem ljúka á við síðar á árinu. Fréttablaðið/Ernir Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur. Reykjavík Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur.
Reykjavík Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent