Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 14:00 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands.Blaðamaður Times fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í gær var greint frá því að hún væri búinn að eignast barnið en í dag birti BBC viðtali við Begun. „Ég styð sum bresk gildi og ég vil fara aftur til Bretlands og setjast þar að á ný. Ég er tilbúin til þess að aðlagast samfélaginu aftur og allt það,“ sagði hin 19 ára gamla Begun.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPAEitt að drepa hermenn, annað að drepa saklaust fólk Árið 2015 fór Begum til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Talið er að Kadiza hafi farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase eru á huldu.Í viðtalinu var Begun spurð að því hvort hún hafi gert sér grein fyrir því að ISIS hafi nýtt sér flótta þeirra frá Bretlandi í áróðursskyni. Sagði hún að það hafi ekki verið ætlun hennar að verða einhvers konar auglýsing fyrir ISIS. „Ég heyrði af því að margir hafi verið spenntir fyrir því að feta í fótspor okkar en það var ekki ég sem setti sjálfa mig í fréttirnar,“ svaraði Begun. Begun var einnig spurð hvað henni finndist um hryðjuverkaárásina í Manchester árið 2017, þegar 22 létust í sprengjutilræði sem ISIS segist bera ábyrgð á. „Mér finnst það vera rangt. Saklaust fólk var drepið,“ svaraði Begun. „Það er eitt að drepa hermann, það er sjálfsvörn en að drepa konur og börn, á sama hátt og konur og börn eru drepin í Baghuz núna í loftárásunum. Þetta gildir í báðar áttir.“Ýmislegt sem flækir heimkomuna Baghuz er síðasta vígi ISIS í Sýrlandi. Sagði Begun að liðsmenn ISIS hafi réttlæt hryðjuverkaárásirnar fyrir sér á þá leið að um hefndaraðgerðir væri að ræða. Hún hafi samþykkt þær röksemdarfærslur. Unnið er að því að koma Begun aftur til Bretlands en þar sem hún er breskur ríkisborgari þarf Bretland að taka á móti henni sé ekki hægt að sýna fram á að hún sé með annan ríkisborgararétt. Fjölskylda hennar segist vera reiðubúinn til þess að taka nýfætt barn hennar að sér á meðan hún sækir sér hjálp og glímir við afleiðingarnar af flóttanum frá árinu 2015.Sjá einnig:Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill nú heim til Bandaríkjanna Begun er stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi en í frétt BBC segir að verði hægt að koma henni á ræðismannaskrifstofu Bretlands í einhverju ríki, sé líklegt að hægt sé að koma henni til Bretlands. Þó séu ýmis mál sem geti flækt heimkomu hennar. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC á dögunum að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Bretland Sýrland Tengdar fréttir Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. 18. febrúar 2019 10:45 Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands.Blaðamaður Times fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í gær var greint frá því að hún væri búinn að eignast barnið en í dag birti BBC viðtali við Begun. „Ég styð sum bresk gildi og ég vil fara aftur til Bretlands og setjast þar að á ný. Ég er tilbúin til þess að aðlagast samfélaginu aftur og allt það,“ sagði hin 19 ára gamla Begun.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPAEitt að drepa hermenn, annað að drepa saklaust fólk Árið 2015 fór Begum til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Talið er að Kadiza hafi farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase eru á huldu.Í viðtalinu var Begun spurð að því hvort hún hafi gert sér grein fyrir því að ISIS hafi nýtt sér flótta þeirra frá Bretlandi í áróðursskyni. Sagði hún að það hafi ekki verið ætlun hennar að verða einhvers konar auglýsing fyrir ISIS. „Ég heyrði af því að margir hafi verið spenntir fyrir því að feta í fótspor okkar en það var ekki ég sem setti sjálfa mig í fréttirnar,“ svaraði Begun. Begun var einnig spurð hvað henni finndist um hryðjuverkaárásina í Manchester árið 2017, þegar 22 létust í sprengjutilræði sem ISIS segist bera ábyrgð á. „Mér finnst það vera rangt. Saklaust fólk var drepið,“ svaraði Begun. „Það er eitt að drepa hermann, það er sjálfsvörn en að drepa konur og börn, á sama hátt og konur og börn eru drepin í Baghuz núna í loftárásunum. Þetta gildir í báðar áttir.“Ýmislegt sem flækir heimkomuna Baghuz er síðasta vígi ISIS í Sýrlandi. Sagði Begun að liðsmenn ISIS hafi réttlæt hryðjuverkaárásirnar fyrir sér á þá leið að um hefndaraðgerðir væri að ræða. Hún hafi samþykkt þær röksemdarfærslur. Unnið er að því að koma Begun aftur til Bretlands en þar sem hún er breskur ríkisborgari þarf Bretland að taka á móti henni sé ekki hægt að sýna fram á að hún sé með annan ríkisborgararétt. Fjölskylda hennar segist vera reiðubúinn til þess að taka nýfætt barn hennar að sér á meðan hún sækir sér hjálp og glímir við afleiðingarnar af flóttanum frá árinu 2015.Sjá einnig:Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill nú heim til Bandaríkjanna Begun er stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi en í frétt BBC segir að verði hægt að koma henni á ræðismannaskrifstofu Bretlands í einhverju ríki, sé líklegt að hægt sé að koma henni til Bretlands. Þó séu ýmis mál sem geti flækt heimkomu hennar. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC á dögunum að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar.
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. 18. febrúar 2019 10:45 Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. 18. febrúar 2019 10:45
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29