Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair Hörður Ægisson skrifar 18. febrúar 2019 06:15 Pálmi Haraldsson. kim nielsen Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Fons, er orðinn stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair Group með rúmlega eins prósents eignarhlut. Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðaleigandi flugfélagsins Iceland Express, áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair, í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eignarhlutur Pálma í Icelandair er meðal annars í gegnum eignarhaldsfélögin Sólvöll og Ferðaskrifstofu Íslands en það fyrirtæki rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi var á sínum tíma stór hluthafi í Icelandair og sat í stjórn flugfélagsins á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins sem fer fram 8. mars næstkomandi og nýtur stuðnings Pálma. Þórunn starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Ljóst er að breytingar verða á stjórn Icelandair en af sitjandi stjórnarmönnum félagsins hefur Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem hefur verið stjórnarmaður frá árinu 2012, ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins er þar núna aðeins að finna fjárfestingafélagið Væntingu, sem er í eigu Bláa lónsins, með eins prósents hlut og þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir samtals um 1,03 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Traðarhyrna, sem er meðal annars í eigu Samherja og viðskiptafélaganna Finns Reyrs Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar, átti um skeið nærri tveggja prósenta hlut í Icelandair í gegnum safnreikning hjá Kviku banka en óljóst er hversu stór hlutur félagsins er í dag. Rekstur Icelandair Group gekk erfiðlega á síðasta ári og nam tap félagsins 55,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna. Þá dróst EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verulega saman á milli ára og var 76,5 milljónir dala borið saman við 170 milljónir dala árið 2017. Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 14 prósent frá áramótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er um 41 milljarður. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Fons, er orðinn stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair Group með rúmlega eins prósents eignarhlut. Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðaleigandi flugfélagsins Iceland Express, áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair, í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eignarhlutur Pálma í Icelandair er meðal annars í gegnum eignarhaldsfélögin Sólvöll og Ferðaskrifstofu Íslands en það fyrirtæki rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi var á sínum tíma stór hluthafi í Icelandair og sat í stjórn flugfélagsins á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins sem fer fram 8. mars næstkomandi og nýtur stuðnings Pálma. Þórunn starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Ljóst er að breytingar verða á stjórn Icelandair en af sitjandi stjórnarmönnum félagsins hefur Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem hefur verið stjórnarmaður frá árinu 2012, ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins er þar núna aðeins að finna fjárfestingafélagið Væntingu, sem er í eigu Bláa lónsins, með eins prósents hlut og þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir samtals um 1,03 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Traðarhyrna, sem er meðal annars í eigu Samherja og viðskiptafélaganna Finns Reyrs Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar, átti um skeið nærri tveggja prósenta hlut í Icelandair í gegnum safnreikning hjá Kviku banka en óljóst er hversu stór hlutur félagsins er í dag. Rekstur Icelandair Group gekk erfiðlega á síðasta ári og nam tap félagsins 55,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna. Þá dróst EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verulega saman á milli ára og var 76,5 milljónir dala borið saman við 170 milljónir dala árið 2017. Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 14 prósent frá áramótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er um 41 milljarður.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira