Kabbalah tórir þrátt fyrir gjaldþrotið Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 10:30 Hermann Ingi Hermannsson greindi frá innreið Kabbalah á Íslandi árið 2011. Hann breytti nafni sínu í Kaleb Joshua ári síðar. Vísir/valli Ekkert fékkst upp í rúmlega 8 milljóna kröfur í þrotabú félagsins Kabbalah á Íslandi ehf, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrravor. Greint var frá lokum gjaldþrotaskiptanna í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var stofnað til að halda utan um starfsemi Kabbalah-samtakanna hér á landi, sem formlega var ýtt úr vör árið 2007 og opnuðu höfuðstöðvar í Reykjavík fjórum árum síðar. Kabbalah hefur verið lýst sem dulhyggjustefnu í Gyðingdómi og hefur hún verið iðkuð af stórstjörnum eins og Madonnu, Lindsey Lohan, Ashton Kutcher og Britney Spears.Enginn skráður hluthafi var í Kabbalah á Íslandi ehf. við gjalþrotið en talsmaður og einn forsvarsmanna Kaballah á Íslandi var Hermann Ingi Hermannsson. Hann sagði í samtali við fjölmiðla árið 2011, þegar fyrrnefndar höfuðstöðvar voru opnaðar, að ekki væri rétt að tala um Kaballah sem eiginleg trúarbrögð.Sjá einnig: Kabbalah kemur til Íslands „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu dýpri skilning hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru umhverfinu kringum okkur og hvernig við getum forðast þau," sagði Hermann árið 2011. Ári síðar tók Hermann Ingi upp nýtt nafn, Kaleb Joshua. Þá voru um 50 virkir Kabbalistar hér á landi. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ sagði Kaleb í apríl 2012 og bætti við að nafnbreytingin hefði komið mörgum á óvart. Hluti af ákvörðuninni hafi verið sú að Kaleb vildi draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann, en hann var lengi liðtækur trúbador. Þrátt fyrir gjaldþrot félagsins og lokun höfuðstöðvanna segir Kaleb Joshua í samtali við Vísi að hugsjónin sé ekki dauð úr öllum æðum. Enn sé fámennur áhugamannahópur Íslendinga sem leggur stund á þessi fræði, þó svo að starfsemi þeirra sé ekki jafn formleg og hún var þegar félagsins og miðstöðvarinnar naut við. Þannig útilokar Kaleb ekki að reynt verði að blása aftur lífi í formlegt safnaðarstarf fylgismanna Kaballah á Íslandi, sé enn áhugi fyrir því. Gjaldþrot Trúmál Tengdar fréttir Kabbalah kemur til Íslands „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. 1. apríl 2012 11:00 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Ekkert fékkst upp í rúmlega 8 milljóna kröfur í þrotabú félagsins Kabbalah á Íslandi ehf, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrravor. Greint var frá lokum gjaldþrotaskiptanna í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var stofnað til að halda utan um starfsemi Kabbalah-samtakanna hér á landi, sem formlega var ýtt úr vör árið 2007 og opnuðu höfuðstöðvar í Reykjavík fjórum árum síðar. Kabbalah hefur verið lýst sem dulhyggjustefnu í Gyðingdómi og hefur hún verið iðkuð af stórstjörnum eins og Madonnu, Lindsey Lohan, Ashton Kutcher og Britney Spears.Enginn skráður hluthafi var í Kabbalah á Íslandi ehf. við gjalþrotið en talsmaður og einn forsvarsmanna Kaballah á Íslandi var Hermann Ingi Hermannsson. Hann sagði í samtali við fjölmiðla árið 2011, þegar fyrrnefndar höfuðstöðvar voru opnaðar, að ekki væri rétt að tala um Kaballah sem eiginleg trúarbrögð.Sjá einnig: Kabbalah kemur til Íslands „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu dýpri skilning hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru umhverfinu kringum okkur og hvernig við getum forðast þau," sagði Hermann árið 2011. Ári síðar tók Hermann Ingi upp nýtt nafn, Kaleb Joshua. Þá voru um 50 virkir Kabbalistar hér á landi. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ sagði Kaleb í apríl 2012 og bætti við að nafnbreytingin hefði komið mörgum á óvart. Hluti af ákvörðuninni hafi verið sú að Kaleb vildi draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann, en hann var lengi liðtækur trúbador. Þrátt fyrir gjaldþrot félagsins og lokun höfuðstöðvanna segir Kaleb Joshua í samtali við Vísi að hugsjónin sé ekki dauð úr öllum æðum. Enn sé fámennur áhugamannahópur Íslendinga sem leggur stund á þessi fræði, þó svo að starfsemi þeirra sé ekki jafn formleg og hún var þegar félagsins og miðstöðvarinnar naut við. Þannig útilokar Kaleb ekki að reynt verði að blása aftur lífi í formlegt safnaðarstarf fylgismanna Kaballah á Íslandi, sé enn áhugi fyrir því.
Gjaldþrot Trúmál Tengdar fréttir Kabbalah kemur til Íslands „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. 1. apríl 2012 11:00 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Kabbalah kemur til Íslands „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju 7. apríl 2011 10:30
Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. 1. apríl 2012 11:00