Þetta er sama leitarsvæði og björgunarmenn gengu í gær en munurinn á leitinni í dag er sá að þeir munu aðeins ganga þessa leið einu sinni en í gær var hún farin í tvígang.

Á morgun og fimmtudag verða ekki skipulagðar göngur með fram bökkum Ölfusár en þekktir staðir verða kannaðir. Um komandi helgi verður hins vegar settur fullur þungi í leitina þar sem svæðið verður fínkembt á ný.