Inga hlær að Halldóri í Holti og Klausturkörlum Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2019 14:42 Inga Sæland telur Ólaf og Karl Gauta enga vagna draga og lætur sig litu skipta hvað Halldór í Holti er að makka með Sigmundi Davíð. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur fyrirliggjandi að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi flogið inn á þing á vængjum Flokks fólksins. Sjálfir hafi þeir enga vagna dregið nema síður sé. Ný skoðanakönnun sýni þetta en þar er Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn. Mikil reiði er meðal stuðningsmanna Flokks fólksins í garð þeirra Ólafs og Karls Gauta. „Ég veit ekki á hvaða vegferð Halldór er. Fylgja sínum Klausturriddurum?“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Og hún hlær. Grein Halldórs Gunnarssonar sem kenndur er við Holt, sem birtist í Morgunblaðinu í dag hefur vakið nokkra athygli. Halldór, sem var einn innsti koppur í búri Flokks fólksins og var 1. varaformaður flokksins, hvetur stuðningsmenn þar á bæ að ganga til liðs við Miðflokkinn. Og fylgja þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, þingmönnunum sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir að Klausturmál komust í hámæli.Grein Halldórs í Holti í Mogganum í morgun hefur vakið nokkra athygli.Tvímenningarnir tilkynntu í síðustu viku að þeir hafi gengið til liðs við Miðflokkinn en, það var einmitt tilefni fundar þeirra og þingmanna Miðflokksins að ræða þann möguleika. Halldór segir í grein sinni að það hafi verið hann sem fékk þá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Flokk fólksins. Halldór vill meina að það meðal annars hafi skilað flokknum 6,9 prósentum í kosningum.Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn „Þetta snertir mig ekki,“ segir Inga og leikur við hvurn sinn fingur. „Ég held áfram minni vegferð. Ég stofnaði flokkinn til að útrýma fátækt og við erum með meiri stuðning en nokkru sinni áður.“ Inga vísar til nýlegrar könnunar MMR sem sýnir að Flokkur fólksins nýtur 6,9 prósenta fylgis en Miðflokkurinn er þar með 6,1 prósent. Þetta telur Inga segja sína sögu. Kjósendur Flokks fólksins séu tryggir. „Þetta voru kannski ekki svo miklir stólpar? Nei, ég hef engar áhyggjur því hvað Halldór á Holti er að gera.“Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson er tvö eftir af fjögurra manna þingflokki Flokks fólksins sem kjörinn var 28. október 2017. Samkvæmt nýlegri könnun MMR nýtur flokkurinn meira fylgis en Miðflokkurinn, sem nú er með níu þingmenn.Fbl/ErnirÞetta skýtur skökku við, að Flokkur fólksins sem er nú með tvo þingmenn eftir að hafa rekið þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum en að Miðflokkurinn, sem er með minna fylgi sé með níu þingmenn. Það sem meira er, varaþingmenn þeirra Karls Gauta og Ólafs eru enn í Flokki fólksins að sögn Ingu. Og það sé komin upp heldur sérkennileg staða ef þeir þurfi að kalla inn varaþingmenn fyrir sig. Kosningalöggjöfin er komin í eina allsherjar flækju.Reiði í garð Ólafs og Karls Gauta „Já, þetta er geggjuð staða.“ Að sögn Ingu ríkir veruleg reiði innan sinna vébanda, meðal liðsmanna og kjósenda Flokks fólksins.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Inga segir mikla reiði ríkjandi meðal kjósenda Flokks fólksins, þeir hafi aldrei hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og það sýni nú kannanir.Vísir/Friðrik„Ég finn undiröldu. Okkar kjósendur eru þeim reiðir og segjast aldrei nokkru sinni hafa hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og auðkýfinginn Sigmund Davíð [Gunnlaugsson, formann Miðflokksins]!? En, við erum æðrulaus gagnvart þessu. Þetta er alltaf að teikna sig betur og betur upp og koma í ljós að það var ekkert annað í stöðunni en taka þessa erfiðu ákvörðun. Að láta þá fara.“ Hvað Halldór sjálfan snertir þá segir Inga ekki þurfa að ræða það frekar. „Við þurftum ekki einu sinni að hafa fyrir því að reka Halldór, hann gerði það sjálfur,“ segir Inga og vísar í samþykktir flokksins, 2,5: „Taki félagi sæti á framboðslista annars framboðs eða gangi opinberlega til liðs við annan stjórnmálaflokk/-samtök telst það jafnframt vera úrsögn úr Flokki fólksins.“ Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar. 22. febrúar 2019 20:04 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur fyrirliggjandi að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi flogið inn á þing á vængjum Flokks fólksins. Sjálfir hafi þeir enga vagna dregið nema síður sé. Ný skoðanakönnun sýni þetta en þar er Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn. Mikil reiði er meðal stuðningsmanna Flokks fólksins í garð þeirra Ólafs og Karls Gauta. „Ég veit ekki á hvaða vegferð Halldór er. Fylgja sínum Klausturriddurum?“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Og hún hlær. Grein Halldórs Gunnarssonar sem kenndur er við Holt, sem birtist í Morgunblaðinu í dag hefur vakið nokkra athygli. Halldór, sem var einn innsti koppur í búri Flokks fólksins og var 1. varaformaður flokksins, hvetur stuðningsmenn þar á bæ að ganga til liðs við Miðflokkinn. Og fylgja þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, þingmönnunum sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir að Klausturmál komust í hámæli.Grein Halldórs í Holti í Mogganum í morgun hefur vakið nokkra athygli.Tvímenningarnir tilkynntu í síðustu viku að þeir hafi gengið til liðs við Miðflokkinn en, það var einmitt tilefni fundar þeirra og þingmanna Miðflokksins að ræða þann möguleika. Halldór segir í grein sinni að það hafi verið hann sem fékk þá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Flokk fólksins. Halldór vill meina að það meðal annars hafi skilað flokknum 6,9 prósentum í kosningum.Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn „Þetta snertir mig ekki,“ segir Inga og leikur við hvurn sinn fingur. „Ég held áfram minni vegferð. Ég stofnaði flokkinn til að útrýma fátækt og við erum með meiri stuðning en nokkru sinni áður.“ Inga vísar til nýlegrar könnunar MMR sem sýnir að Flokkur fólksins nýtur 6,9 prósenta fylgis en Miðflokkurinn er þar með 6,1 prósent. Þetta telur Inga segja sína sögu. Kjósendur Flokks fólksins séu tryggir. „Þetta voru kannski ekki svo miklir stólpar? Nei, ég hef engar áhyggjur því hvað Halldór á Holti er að gera.“Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson er tvö eftir af fjögurra manna þingflokki Flokks fólksins sem kjörinn var 28. október 2017. Samkvæmt nýlegri könnun MMR nýtur flokkurinn meira fylgis en Miðflokkurinn, sem nú er með níu þingmenn.Fbl/ErnirÞetta skýtur skökku við, að Flokkur fólksins sem er nú með tvo þingmenn eftir að hafa rekið þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum en að Miðflokkurinn, sem er með minna fylgi sé með níu þingmenn. Það sem meira er, varaþingmenn þeirra Karls Gauta og Ólafs eru enn í Flokki fólksins að sögn Ingu. Og það sé komin upp heldur sérkennileg staða ef þeir þurfi að kalla inn varaþingmenn fyrir sig. Kosningalöggjöfin er komin í eina allsherjar flækju.Reiði í garð Ólafs og Karls Gauta „Já, þetta er geggjuð staða.“ Að sögn Ingu ríkir veruleg reiði innan sinna vébanda, meðal liðsmanna og kjósenda Flokks fólksins.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Inga segir mikla reiði ríkjandi meðal kjósenda Flokks fólksins, þeir hafi aldrei hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og það sýni nú kannanir.Vísir/Friðrik„Ég finn undiröldu. Okkar kjósendur eru þeim reiðir og segjast aldrei nokkru sinni hafa hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og auðkýfinginn Sigmund Davíð [Gunnlaugsson, formann Miðflokksins]!? En, við erum æðrulaus gagnvart þessu. Þetta er alltaf að teikna sig betur og betur upp og koma í ljós að það var ekkert annað í stöðunni en taka þessa erfiðu ákvörðun. Að láta þá fara.“ Hvað Halldór sjálfan snertir þá segir Inga ekki þurfa að ræða það frekar. „Við þurftum ekki einu sinni að hafa fyrir því að reka Halldór, hann gerði það sjálfur,“ segir Inga og vísar í samþykktir flokksins, 2,5: „Taki félagi sæti á framboðslista annars framboðs eða gangi opinberlega til liðs við annan stjórnmálaflokk/-samtök telst það jafnframt vera úrsögn úr Flokki fólksins.“
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar. 22. febrúar 2019 20:04 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar. 22. febrúar 2019 20:04
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25
Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. 20. febrúar 2019 12:30