Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 21:30 Trump hefur margsinnis lýst yfir aðdáun sinni á einræðisherranum Kim og jafnvel sagt að þeir hafi orðið ástfangnir í Singapúr. AP/Susan Walsh Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. Undirbúningur fyrir fundinn stendur nú yfir og er Kim lagður af stað með brynvarinni lest frá Norður-Kóreu. Í aðdraganda fundarins hefur Trump og Hvíta húsið reynt að draga úr væntingum fyrir fundinn og þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Trump eftir fund þeirra í Singapúr í fyrra, þar sem þeir skrifuðu undir óljóst samkomulag um afkjarnavopnun, hefur lítið sem ekkert gengið síðan þá. Samninganefndir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ekki einu sinni komist að samkomulagi um hvað afkjarnavopnun þýði í rauninni, samkvæmt heimildum Washington Post innan ríkisstjórnar Trump.Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að Trump hafi margsinnis lýst yfir aðdáun sinni á Kim og jafnvel sagt að þeir hafi orðið ástfangnir í Singapúr. Nú skömmu eftir hádegi að íslenskum tíma tísti Trump þar sem hann sagði Kim átta sig á því að án kjarnorkuvopna gæti Norður-Kórea orðið einstakt efnahagsveldi og þá sérstaklega vegna staðsetningar landsins, fólksins og Kim sjálfs. Norður-Kórea hafi betri möguleika í hagvexti en nokkur önnur þjóð.Chairman Kim realizes, perhaps better than anyone else, that without nuclear weapons, his country could fast become one of the great economic powers anywhere in the World. Because of its location and people (and him), it has more potential for rapid growth than any other nation! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2019 Kim lítur á kjarnorkuvopn sem tryggingu gegn því að honum eða afkomendum hans verði ekki velt úr sessi með valdi. Þá heldur ríkisstjórn Kim því enn fram að þeir séu einu réttmætu leiðtogar Kóreuskagans. Sérfræðingar segja helsta verkefni Kim vera að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Suður-Kóreu. Vipin Narang, sérfræðingur um málefni Norður-Kóreu, sagði AP fréttaveitunni að Kim myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann segir ljóst að Trump sé sama um að Kim geri það ekki, svo lengi sem einræðisherrann geri Trump ekki vandræðalegan með því að gera ekki fleiri tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn. Ein ástæða þess að mögulegt þykir að Trump væri tilbúinn til að gera slæman samning og lýsa yfir sigri er að hann hefur átt undir högg að sækja heima fyrir vegna fjölmargra rannsóknar gagnvart honum. Þá á Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður hans, að svara spurningum þingnefndar á opnum fundi sama dag, miðvikudag. Þá eru uppi áhyggjur um að Trump gæti reynt að leika af fingrum fram í viðræðum sínum við Kim eins og hann er sagður hafa gert í Singapúr.Donald Trump og Kim Jong-Un á göngu í Singapúr.AP/Evan VucciMeðal þess sem þykir koma til greina er að Trump samþykki að fella niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að einræðisríkið losi sig við langdrægar eldflaugar sem borið geta kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það yrði í trássi við langvarandi markmið Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á svæðinu að þvinga Norður-Kóreu til að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá hafa Suður-Kóreumenn áhyggjur af því að Trump mun fækka eða stöðva sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Suður-Kóreu eða jafnvel kalla þá alla heim. Eftir fund Trump og Kim í Singapúr lýsti Trump því yfir að hann hefði ákveðið að hætt yrði við heræfingar ríkjanna og tók hann meira að segja upp orðlag Norður-Kóreu og kallaði æfingarnar ögrandi stríðsleiki. Þá ákvörðun tók hann án nokkurs samráðs við yfirmenn Bandaríkjahers. Þar að auki kvartaði hann fyrr í þessum mánuði yfir því að Bandaríkin væru að verja miklum fjármunum til varna Suður-Kóreu án þess að fá mikið fyrir það. Ríkisstjórn Norður-Kóreu lýsti því yfir í dag að Trump ætti ekki að hlusta á gagnrýnisraddir sem reyndi að grafa undan möguleikum leiðtoganna að bæta samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þannig gæti Trump misst af sögulegu tækifæri sem fælist í fundi þeirra. Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Leynilegar eldflaugastöðvar Allt að tuttugu áður óþekktar eldflaugastöðvar eru starfræktar í Norður-Kóreu. 22. janúar 2019 06:15 Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. Undirbúningur fyrir fundinn stendur nú yfir og er Kim lagður af stað með brynvarinni lest frá Norður-Kóreu. Í aðdraganda fundarins hefur Trump og Hvíta húsið reynt að draga úr væntingum fyrir fundinn og þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Trump eftir fund þeirra í Singapúr í fyrra, þar sem þeir skrifuðu undir óljóst samkomulag um afkjarnavopnun, hefur lítið sem ekkert gengið síðan þá. Samninganefndir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ekki einu sinni komist að samkomulagi um hvað afkjarnavopnun þýði í rauninni, samkvæmt heimildum Washington Post innan ríkisstjórnar Trump.Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að Trump hafi margsinnis lýst yfir aðdáun sinni á Kim og jafnvel sagt að þeir hafi orðið ástfangnir í Singapúr. Nú skömmu eftir hádegi að íslenskum tíma tísti Trump þar sem hann sagði Kim átta sig á því að án kjarnorkuvopna gæti Norður-Kórea orðið einstakt efnahagsveldi og þá sérstaklega vegna staðsetningar landsins, fólksins og Kim sjálfs. Norður-Kórea hafi betri möguleika í hagvexti en nokkur önnur þjóð.Chairman Kim realizes, perhaps better than anyone else, that without nuclear weapons, his country could fast become one of the great economic powers anywhere in the World. Because of its location and people (and him), it has more potential for rapid growth than any other nation! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2019 Kim lítur á kjarnorkuvopn sem tryggingu gegn því að honum eða afkomendum hans verði ekki velt úr sessi með valdi. Þá heldur ríkisstjórn Kim því enn fram að þeir séu einu réttmætu leiðtogar Kóreuskagans. Sérfræðingar segja helsta verkefni Kim vera að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Suður-Kóreu. Vipin Narang, sérfræðingur um málefni Norður-Kóreu, sagði AP fréttaveitunni að Kim myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann segir ljóst að Trump sé sama um að Kim geri það ekki, svo lengi sem einræðisherrann geri Trump ekki vandræðalegan með því að gera ekki fleiri tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn. Ein ástæða þess að mögulegt þykir að Trump væri tilbúinn til að gera slæman samning og lýsa yfir sigri er að hann hefur átt undir högg að sækja heima fyrir vegna fjölmargra rannsóknar gagnvart honum. Þá á Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður hans, að svara spurningum þingnefndar á opnum fundi sama dag, miðvikudag. Þá eru uppi áhyggjur um að Trump gæti reynt að leika af fingrum fram í viðræðum sínum við Kim eins og hann er sagður hafa gert í Singapúr.Donald Trump og Kim Jong-Un á göngu í Singapúr.AP/Evan VucciMeðal þess sem þykir koma til greina er að Trump samþykki að fella niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að einræðisríkið losi sig við langdrægar eldflaugar sem borið geta kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það yrði í trássi við langvarandi markmið Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á svæðinu að þvinga Norður-Kóreu til að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá hafa Suður-Kóreumenn áhyggjur af því að Trump mun fækka eða stöðva sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Suður-Kóreu eða jafnvel kalla þá alla heim. Eftir fund Trump og Kim í Singapúr lýsti Trump því yfir að hann hefði ákveðið að hætt yrði við heræfingar ríkjanna og tók hann meira að segja upp orðlag Norður-Kóreu og kallaði æfingarnar ögrandi stríðsleiki. Þá ákvörðun tók hann án nokkurs samráðs við yfirmenn Bandaríkjahers. Þar að auki kvartaði hann fyrr í þessum mánuði yfir því að Bandaríkin væru að verja miklum fjármunum til varna Suður-Kóreu án þess að fá mikið fyrir það. Ríkisstjórn Norður-Kóreu lýsti því yfir í dag að Trump ætti ekki að hlusta á gagnrýnisraddir sem reyndi að grafa undan möguleikum leiðtoganna að bæta samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þannig gæti Trump misst af sögulegu tækifæri sem fælist í fundi þeirra.
Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Leynilegar eldflaugastöðvar Allt að tuttugu áður óþekktar eldflaugastöðvar eru starfræktar í Norður-Kóreu. 22. janúar 2019 06:15 Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00
Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56
Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51
Leynilegar eldflaugastöðvar Allt að tuttugu áður óþekktar eldflaugastöðvar eru starfræktar í Norður-Kóreu. 22. janúar 2019 06:15
Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57
„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19